30. mars 1949 – svæðið eins og vígvöllur

Þegar við strákarnir á Grímsstaðaholtinu komum niður á Austurvöll var búið að kasta táragasi. Hvítliðar komnir fram með kylfur og mannfjöldinn tekinn að hlaupa í ýmsar áttir. Við komum hlaupandi um sundið sem lá frá Vonarstræti, framhjá hjá Listamannaskálanum og Baðhúsi Reykjavíkur yfir á Kirkjustræti. Það heyrðist mikill hávaði.

Lesa áfram„30. mars 1949 – svæðið eins og vígvöllur“

Fátt til að lifa fyrir

Í gærkvöldi lofaði ég mér því að forðast að gjóa huganum, næstu daga, í áttina að stjórnmálum. En hugurinn á það til að vera taumskakkur og leita til hliðar frá ákveðinni stefnu. Ætlunin var að reyna fremur að dvelja við efni sem hugsanlega hýrgar sálina. En hvar skyldi slíkt efni vera að finna?

Lesa áfram„Fátt til að lifa fyrir“

Helgi og Hannes – lambhúshettan

Helgi situr á bekknum við Grófina. Það er snjómugga. Logn. Muggan setur blíðlegan svip yfir höfnina. Það er róandi að horfa yfir að Ægisgarði. Helgi er í fötum af ættingja sem lést skömmu fyrir jól. Sá hafði verið svipaður á hæð og Helgi en grennri. Fötin voru vandaðri en þau sem Helgi var vanur að klæðast. Loks er hann með rauða lambhúshettu á höfðinu. Örmjó rifa er fyrir augun. Lítið kringlótt gat við munninn.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – lambhúshettan“

Álftagerðisbræður og Nýi Guðjón

Gærkvöldið var óvenju gott hérna á sjöundu. Nýi Guðjón opnaði kvöldið með frábæru atriði í bankanum. Hnyttinn og beittur. Innheimtuseðillinn var stílaður á Gamla Guðjón. Nýja Guðjóni kom skuldin ekkert við. Hann hafði lært tæknina af útrásarbófunum. „Ég get reynt,“ sagði bankafulltrúinn þegar Nýi Guðjón sagði henni að troða innheimtuseðlinum upp í óæðri endann á sér.

Lesa áfram„Álftagerðisbræður og Nýi Guðjón“