Þegar við strákarnir á Grímsstaðaholtinu komum niður á Austurvöll var búið að kasta táragasi. Hvítliðar komnir fram með kylfur og mannfjöldinn tekinn að hlaupa í ýmsar áttir. Við komum hlaupandi um sundið sem lá frá Vonarstræti, framhjá hjá Listamannaskálanum og Baðhúsi Reykjavíkur yfir á Kirkjustræti. Það heyrðist mikill hávaði.
Fátt til að lifa fyrir II
Hún er þekkt frásagan af föngunum tveim sem horfðu út um rimlagluggana á klefum sínum. Annar horfði niður, sá aðeins drullupollana fyrir utan og formælti þeim. Hinn horfði upp, sá stjörnubjartan himinn og gladdist yfir fegurð stjarnanna. Af þessu má læra.
Fátt til að lifa fyrir
Í gærkvöldi lofaði ég mér því að forðast að gjóa huganum, næstu daga, í áttina að stjórnmálum. En hugurinn á það til að vera taumskakkur og leita til hliðar frá ákveðinni stefnu. Ætlunin var að reyna fremur að dvelja við efni sem hugsanlega hýrgar sálina. En hvar skyldi slíkt efni vera að finna?
Ný Framsókn með nýjum mönnum?
Nú er Birkir Jón orðinn varaformaður við hliðina á Sigmundi Davíð nýkjörnum formanni Framsóknarflokksins. Þá eru auknar líkur á að gamli sökkullinn verði fjarlægður og að ný stjórn grafi niður á fast. Á því er þörf. Elstu byggingarmeistarar flokksins byggðu á góðum gildum. Síðan komu kynslóðir sem vildu hagsmuni fyrir fáa.
Nýr eða gamall Framsóknarflokkur
Væntanlega kjósa framsóknarmenn sér formann á morgun. Það verður lærdómsríkt að sjá hver kosinn verður. Þegar fyrrverandi ráðherrar ákveða að styðja einn fremur öðrum þá dettur manni í hug að þar sé frambjóðandi sem ekki muni steypa nýja sökkla.
Alþýðuflokkur – ill tíðindi
Fyrr á árum var til Alþýðuflokkur. Samkvæmt skilningi mínum var hann flokkur alþýðunnar. Margt af fólkinu umhverfis mig kaus Alþýðuflokkinn. Á árunum 1959 til 1971 var til svokölluð Viðreisnarstjórn. Þá störfuðu saman Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur. Oft hefur verið sagt að það hafi verið góð ríkisstjórn.
Helgi og Hannes – lambhúshettan
Helgi situr á bekknum við Grófina. Það er snjómugga. Logn. Muggan setur blíðlegan svip yfir höfnina. Það er róandi að horfa yfir að Ægisgarði. Helgi er í fötum af ættingja sem lést skömmu fyrir jól. Sá hafði verið svipaður á hæð og Helgi en grennri. Fötin voru vandaðri en þau sem Helgi var vanur að klæðast. Loks er hann með rauða lambhúshettu á höfðinu. Örmjó rifa er fyrir augun. Lítið kringlótt gat við munninn.
Til Ástu Tótu
Í framhaldi af loforði í pistli fyrir skömmu sendi ég þér umrætt ljóð hans Tómasar Guðmundssonar. Kýs ég að birta það hér svo að fleiri megi njóta gleðinnar af leikandi hagmælsku Tómasar. Treysti á að ég verði ekki kærður fyrir stuld.
Álftagerðisbræður og Nýi Guðjón
Gærkvöldið var óvenju gott hérna á sjöundu. Nýi Guðjón opnaði kvöldið með frábæru atriði í bankanum. Hnyttinn og beittur. Innheimtuseðillinn var stílaður á Gamla Guðjón. Nýja Guðjóni kom skuldin ekkert við. Hann hafði lært tæknina af útrásarbófunum. „Ég get reynt,“ sagði bankafulltrúinn þegar Nýi Guðjón sagði henni að troða innheimtuseðlinum upp í óæðri endann á sér.
Íslenska krónan valdatæki?
Stundum fær maður eitt og annað á tilfinninguna. Það að sjálfsögðu flokkast ekki undir hlutlægni. En þessar tilfinningar vaxa samt upp af umræðunni, lestri, fréttum og svokölluðum almannarómi. Já, og langri lífsreynslu.