Á launum við að gráta fyrir gullkálfinn



Það er hér um bil sama hvaða fjölmiðil fólk sækir fréttir í.
Allt sem sagt er snýst um gróða, hagnað og svindl.
Gróða og græðgi og græðgi og gróða.

Sagan endurtekur sig.
Sagan um gullkálfinn.
Allir dönsuðu í kringum hann.
Steyptan Gullkálfinn.

Og þeir sögðu:
„Þetta er Guð þinn…“
„Og fólkið var orðið taumlaust…“

Aldraður verkamaður horfir á.
Aldraður verkamaður undrar sig.
Gerir „Faðir vorið“ að besta vini sínum.
Annar aldraður verkamaður gerir
kríur vestur á nesi að vinum sínum.

Þeir hafa ekki skilning á Gullkálfinum.
Öldruðu verkamennirnir.
Hafa ekki skilning á græðgisbakteríunni.
Né fólkinu sem ræktar hana í hjartanu.
Ræktar hana í sálu sinni og hug.
Græðgisbakteríuna.

Né heldur fólkinu sem þiggur hundraðföld
laun aldraðra verkamanna
fyrir að gráta fyrir elskhuga
Gullkálfsins.

Svona er það í dag.
Svona var það í fornöld.
Og verður.
Þar til allt brennur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.