Óþægindi í undirmeðvitundinni. Þegar ég var ungur drengur vaknaði ég stundum upp um nætur skelfingu lostinn af draumum þar sem mér fannst ég renna á mikilli ferð niður bratta brekku og fljúga svo fram af háum hömrum niður í kolsvartan óendanleika.
Höfðu skelfingarópin í mér vakið aðra fjölskyldumeðlimi og kom móðir mín sáluga, blessuð sé minning hennar, og huggaði mig og fékk mig aftur til sjálfs mín. Sagði hún mér síðar að slíkir draumar tengdust gjarnan erfiðleikum í fjölskyldum, erfiðleikum sem græfu um sig í undirmeðvitundinni. Þannig var stundum í bernsku minni.
Þessar vikurnar, eftir að hafa notið sumarsins bærilega og fjarlægðar við kraumandi kreppupottinn, er eins og undirmeðvitundinn sé að byrja að steypa mér niður bratta brekku sem endar á þverhníptum hömrum. Og ekkert til að grípa í til bjargar.
Hugsanlega er skýringu að finna í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar sem greinilega ætlar að láta eldri borgara og öryrkja standa undir hörmungum þjóðarbúsins, svo sem kostur er og þvert ofan í loforðin fyrir kosningar. Þannig hafa greiðslur til okkar hjóna lækkað um tæpa hálfa milljón á ársgrundvelli, frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóði.
Á sama tíma hækkar allt sem þarf til hnífs og skeiðar og afborgun verðtryggðra húsnæðislána stígur upp um hver mánaðamót. Með sama áframhaldi mætast þessir gjörningar á næstu mánuðum, lækkun tekna og hækkun kostnaðar og greiðslugetan ræður ekki við dæmið. Það er kvíðvænlegt. Og maður spyr sig eftir að hafa kosið annað en Sjálfstæðisflokkinn í fyrsta sinn í fimmtíu ár: Kaus ég vitlaust?
Nei, ég held ekki. Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd væri staða eldri borgara og öryrkja að öllum líkindum enn verri en nú er. Þeir hópar hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá sjálfstæðismönnum sem ætíð hafa stutt þá meira sem betur mega sín. Og því miður hefur ekki í orðræðu sjálfstæðismanna undanfarnar vikur fundist margt sem vekur von um bættan flokk.
En nú reynir á manndóm ríkisstjórnarinnar. Það er ekki nóg að kalla sig stjórn velferðar og réttlætis. Hún þarf líka að starfa sem slík.
Alveg sammalið. Ever since the idea of Public relations, logos, and branding came into being a half century ago, people have been ever extending its reach, trying to see just how much toleration people have for the disjuncture between how something is packaged and what is actually contained inside. Unfortunately, it seems a lot of people are perfectly willing to accept the packaging as legitimate.