Raftahlaup II

John Dos Passos var þekktur rithöfundur á fyrri hluta síðustu aldar og í sviðsljósinu ásamt Hemingway, Faulkner, Steinbeck og Fitzgerald á Parísarárum þeirra. Nú til dags heyrist hann sjaldan nefndur. Í hillunum mínum finnst ein bók eftir hann U.S.A. tæplega 12oo síður. Skömmu eftir útkomu hennar, 1936, sagði Jean-Paul Sartre að Dos Passos væri mestur þálifandi höfunda.

En aftur að raftahlaupinu, log-rolling. Hlaupið felst í því að þykkur trédrumbur, 4-5 metrar að lengd, er settur út í stóra laug. Tveir menn stíga yfir á drumbinn sem þegar tekur að snúast undir fótum þeirra. Keppnin felst í því að halda sér sem lengst á raftinum. Sá tapar sem fyrr fellur í vatnið. Hægt er að sjá leikinn hér. Manni sýnist að umrædd matarveisla hafi átt að skera úr um hvor þeirra héldi lengur út í mat og drykk.

Sem áhugamaður um góðan mat og einkakokkur eiginkonunnar í liðlega tuttugu ár ákvað ég að verða mér úti um uppskriftirnar að réttunum á matseðli meistaranna. Það hefur nú tekist. Áætla í framhaldi að elda réttina fjóra á haustdögum og lýsa upp tilveruna um það leyti sem myrkrið hefur náð helmingaskiptum við birtuna. Reyni svo að finna „notalegan félaga“ til að bjóða í mat. Það gæti orðið flóknara.

Um endi veislunnar hjá þeim rithöfundunum segir:
„We drank two vieux marcs, and after deciding not to go to Café de Dôme and talk about Art we both went to or respective homes and I wrote the following chapter. I would like the reader to particularly remark the way the complicated threads of the various characters in the book are gathered together, and then held there in that memorable scene in the beanery. It was when I read this chapter aloud to him Mr. Dos Passos exclaimed, „Hemingway, you have wrought a masterpiece.“

The Torrent of Spring eftir Ernest Hemingway. Fyrst útgefin 1926.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.