Það var sunnudagur, næstur fyrir frídag verslunarmanna, skömmu fyrir hádegi. Þeir höfðu setið um hríð á bekknum og notið kyrrðarinnar og horft á einstaka seglskútu líða áfram úti á sundinu og sjófugl sveima yfir og kríupar stinga sér eftir æti. Ysinn og þysinn var dreifður um þjóðvegi landsins, vestur, norður, austur og suður.