Þokan lá yfir bænum í morgun. Það sást ekki á milli húsa. Ásta var farin í vinnu. Þokan var dimm og lagðist á svalirnar meira að segja, og svo kom hún í sálina. Það varð dimmt bæði úti og inni. Og þröngt. Hvað er þá til ráða fyrir menn sem eiga hvorki hnakk né hest til að fylgja hvatningu Einars Ben?: „…og hleyptu burt undir loftsins þök.“