Pétur Gautur – bravó, bravó

Nú gefur maður hæstu einkunn. Annað er akki hægt. Útfærslan, leikurinn, leikararnir, grannir og feitir, sviðsmyndin, ljósin og hljóðin. Allt gert með glæsibrag. Bráðskemmtilegt. Afar ánægjulegt.

Hefði verið enn sælli ef textinn hefði skilað sér betur til mín. Stuðlar og rím. Heyrði þó að það var allt þarna. Kannski er heyrnin farin að gefa sig. Salurinn fullur af fólki. Allir virtust skemmta sér hið besta.


Rifjaði upp hvernig Gunnar Eyjólfsson flutti textann á sinn sérstæða hátt um árið. Það er svo sem ógleymanlegt. En hér er allt annað verk. Ákaflega sterkt. Sama saga sögð en á allt annan hátt. Grípandi og glæsilegan. Hvet alla til að sjá verkið. Það breytir viðhorfi til leikhúss. Lýsi yfir aðdáun og þakklæti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.