Í samtölum við fréttamenn um eiturslysið á Eskifirði varð fyrir svörum, meðal annarra, Jónína Sigurðardóttir, aðstoðaryfirlögreglumaður. Sjaldan eða aldrei hefur fréttamönnum verið svarað á jafn glæsilegri íslensku og þessi kona gerði. Fágað og hiklaust mál einkenndu tal hennar, svo vandað og myndugt að aðdáun vekur. Ekki er hægt annað en að lýsa hrifningu.
Hitt atriðið sem vert er að nefna er áfangi homma og lesbía. Leyfi ég mér að óska þeim til hamingju með bætta réttarstöðu sína og samfagna þeim innilega. Vísa jafnframt til pistils á síðasta ári. Sjá hér