Tveir menn sátu saman í járnbrautarlest í Frakklandi. Eldri farþeginn hafði Biblíuna sína opna og las frásöguna af brauðunum fimm og fiskunum tveim. Yngri maðurinn spurði þann eldri, forvitinn: „Fyrirgefðu herra, leyfist mér að spyrja hvort þú trúir þessari sögu, eða ertu bara að lesa hana?“ „Ég trúi henni,“ svaraði sá eldri, „gerir þú það ekki?“
„Nei,” sagði sá yngri. „Ég er vísindamaður og þessi saga stangast á við vísindalega hugsun.” Þegar hingað var komið tók lestin að hægja á sér. „Þetta er mín stöð,” sagði yngri maðurinn, „það var ánægjulegt að ræða við þig herra. Má ég spyrja þig að nafni?” „Pasteur,” svaraði eldri maðurinn, „Louis Pasteur.” Yngri manninum brá verulega. Hann hafði verið að tala við einn af mestu vísindamönnum veraldar.
„Hér er piltur, sem er með fimm byggbrauð og tvo fiska, en hvað er það handa svo mörgum?” Jesús sagði: „..Jesús tók brauðin, gjörði þakkir og skipti þeim út….hann gerði eins við fiskana. Og allir fengu eins mikið og þeir vildu.” (Jóh. 6:11)
Til er orðskviður sem segir: „Við minni vísindi er trúin fjær, við hin meiri vísindi er trúin nær.”