Heimur fuglanna

Lífið tekur stöðugum breytingum. Hérna hjá okkur Ástu, á sjöundu hæðinni, hefur það gerst að hornglugginn, sem við hófum hvern dag við, með kaffi og samræðum, hefur að mestu misst sinn daglega sess. Það helgast af því að Ásta hefur síðastliðinn mánuð mætt til vinnu klukkan sjö á morgnana. Sem þýðir að hún gefur sér ekki tíma fyrir hornglugga, kaffisopa og spjall. Sjálfur hef ég svifið á vængjum lyftunnar niður í póstkassa og sótt Moggann. Á bakaleiðinni, svo til á hverjum morgni, hef ég sagt við sjálfan mig að næsta morgun skuli ég ganga stigana.

Lesa áfram„Heimur fuglanna“