Svo eitthvað sé nefnt

Maður finnur fyrir vori. Þetta er þannig dagur. Sunnan þeyr, framan af degi að minnsta kosti, og súld. Fór út í vorið með það eitt í huga. Þegar erindum var lokið gat ég ekki hugsað mér að fara inn í hús strax. Vesenaðist í miðbænum um stund. Þar var talsverð umferð. Gangandi fólk og skelli hlægjandi skólakrakkar. Og svo auðvitað bíl við bíl niður Laugveg og vestur Austurstræti

Lesa áfram„Svo eitthvað sé nefnt“