Forsælan og silfrið

Það voru svo fallegir dagar í vikunni. Heiðskír himinn, sólin skær og björt. Og logn. Stillilogn. Hitastig lítið undir frostmarki. Orðsnilld Tómasar kom upp í hugann. Fagra veröld. Og Satchmos gamla. Wonderful World. Ók niður að höfn. Lagði bílnum við verbúðarbryggjurnar sem svo hétu. Horfði á litadýrð fiskibáta og skipa. Minntist löngu liðinna daga. Þá fórum við bræðurnir stundum þarna niður eftir til að horfa á ysinn og þysinn. Og veiða. Nú var allt kyrrt þarna.

Lesa áfram„Forsælan og silfrið“