Strákar í vanda

Maður nokkur átti tvo unga syni. Þetta voru kraftmiklir strákar sem stöðugt komu sér í vanda með tiltækjum sínum. Faðir þeirra ákvað dag einn að ræða við þá um guðfræðileg efni, ef það mætti verða til þess að koma þeim til betri vegar. Eitt sinn þegar eldri drengurinn var úti að leika sér kallaði faðirinn á þann yngri og sagði:

„Siggi, hvar er Guð?” Siggi leit hægt upp á föður sinn, leit á hann tómlátum augum og þagði. Eftir allanga þögn spurði faðirinn aftur: „Siggi, hvar er Guð?” Engin svipbrigði sáust á drengnum sem stöðugt horfði á föður sinn, þögull. Í þriðja sinn reyndi pabbinn: „Siggi, veistu hvar Guð er?” Þegar hann fékk enn ekkert svar sýndist honum að rökræðurnar um Guð yrðu að bíða þar til síðar. Hann sagði því:

„Allt í lagi vinur, farðu bara út að leika þér.” Siggi lét ekki segja sér það tvisvar og hljóp í spretti út og bak við húsið þar sem eldri bróðir hans var að leik. Honum var mikið niðri fyrir þegar hann sagði: „Nonni, við erum í miklum vanda staddir. Guð er týndur og pabbi heldur að við höfum tekið hann.”