Stundum heyrast litlar snotrar frásögur sem grípa hlustendur samstundis. Er það gjarnan af því að þær búa yfir dulinni speki sem fær fólk til að staldra við. Eina slíka rak á fjörurnan nýverið og hefur hún minnt á sig aftur og aftur. Kjarni sögunnar á vel við á þessu litla elskulega landi okkar, Íslandi, þar sem verðmætamat hefur bæklast og margir misst sjónar á því sem eitt sinn var kallað góð gildi.
„Þegar indverski vitringurinn gekk eitt sinn eftir eyðilegri sjávarströnd, kom hann auga á perlu sem lá í sandinum. Fátæk kona sá hann taka perluna upp og bað hann um að gefa sér hana. Vitringurinn gerði það með gleði. Konan hélt leiðar sinnar, syngjandi af ánægju. Nú var hún efnuð og hamingjan blasti við.
Viku síðar kom konan aftur til vitringsins. Hún skilaði honum perlunni og sagði: „Gefðu mér frekar það sem er meira virði en perlan. Gefðu mér það sem gerði þig færan um að gefa mér perluna með gleði.”” Og spyrja má: „Hvað var það sem gerði vitringinn færan um að gefa perluna frá sér með gleði?”
Ritningin segir frá ekkju nokkurri sem gaf tvo smápeninga í fjárhirsluna. Jesús sagði við lærisveina sína: „Þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir. Þeir gáfu af allsnægtum sínum en hún af fátækt sinni, aleigu sína.” Mk. 12.