Mask

Kona nokkur missti rauða ávaxtaskál á gólfið og brotnaði hún í mask. Sópaði konan brotunum saman og henti þeim í ruslakörfuna. Klukkustund síðar kom hún að dóttur sinni, lítilli, þar sem hún sat og raðaði brotunum og límdi þau á pappaspjald. Síðan tók hún grænan lit og teiknaði allskyns stilka og lauf á milli þeirra brotanna og myndaði þannig hinn fallegasta blómavönd. Þegar konan sá hvað dóttirin hafði gert úr brotunum talaði það til hennar. Hún hafði eingöngu séð ónýtt rusl en dóttir hennar fjársjóð.

Lesa áfram„Mask“

…ég hef sussað á sál mína

Davíð, sálmaskáld Biblíunnar, mátti sjá tímana tvenna. Já og þrenna, ef ekki miklu fleirri. Vegferð hans lá upp á við og niður á við, til skiptis, eins og gengur hjá flestu fólki. Stundum var hann í hávegum hafður, í önnur skipti hundeltur. Þá átti hann sín siðaumvöndurnartímabil og einnig syndafalla. Og í slíkum umhleypingum andans skiptast á tímar stórlætis, drambs og sjálfsánægju á móti tímum iðrunar og auðmýktar. En þannig er nú einu sinni líf mannanna.

Lesa áfram„…ég hef sussað á sál mína“

Og lífið skiptir um lit

Þeir voru með það gárungarnir, þegar við Ásta fluttum á póstsvæði 201 Kópavogur, að það væri á dreifbýlissvæði, ofar snjólínu. Svo glottu þeir. Búa sjálfir, í huganum, niðri á sléttum, skulum við ætla. Þeir skildu ekki að við vorum komin að þeim bæjarmörkum þar sem borgarysnum lýkur. Og unum afskaplega glöð við okkar hag.

Lesa áfram„Og lífið skiptir um lit“

Munkarnir þrír

Einsetumennirnir þrír er lítil frásaga eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoy. Hún fjallar um þrjá einfalda munka sem bjuggu á afskekktri eyju. Eftir því sem höfundur sögunnar segir, gerðust stundum kraftaverk á bænastundum munkanna. Ein aðalbæn þeirra var svona: „Við erum þrír, þú ert þrír, miskunna þú oss.”

Lesa áfram„Munkarnir þrír“

Hið góða sjálft

[01/01/03 — 14:31]
Vinakveðja. Vina-nýárskveðja. „Þér eruð vinir mínir,” sagði Kristur við lærisveina sína. Ég man hvernig setningin verkaði á mig þegar ég las hana fyrst. Hún var fjarlæg. Ópersónuleg. Svo varð einhver þróun. Kristur kom nær. Varð persónulegur. Og orð hans einnig. „Þér eruð vinir mínir,” breyttist í „þú líka, ert vinur minn.” Þessi þróun sem varð, gjörbreytti lífi mínu.

Lesa áfram„Hið góða sjálft“