Langt tilhlaup

Það var 23. janúar s.l. sem hér birtist pistill um höfuðverk og magnyl. Þá var gerð tilraun til að setja mynd inn á síðuna til að auka frásagnargildi textans. En tilraunin mistókst og menn fengu sér magnyl. Eitt og annað hefur drifið á daga pistlahöfunds síðan þetta var og meðal annars, og það langversta, var svæsin inflúensa sem herjaði eins og árás hryðjuverkamanna á öndunarfæri, lungu, barka, háls og nef.

Lesa áfram„Langt tilhlaup“

Þar fyrir ofan

Það fór nú þannig fyrir mér við lestur kaflans um trúmál í bók Nietzsches, Handan góðs og ills, að ég komst ekki hjá því að skrifa pistil, í gær, um gullnu reglu Biblíunnar. Svona eins og til að jafna mig. Aldrei hef ég lesið eða heyrt annað eins orðalag um kristna trú eins og birtist í bókinni. Aldrei heyrt rætt um hana á jafn neikvæðan hátt. Ætla þó að efnið sé talið vitsmunum vafið af einhverjum hópi manna.

Lesa áfram„Þar fyrir ofan“

Gullin regla

„Þú skalt elska….” Þannig hefst hið mesta boðorð Gamla testamentisins. „Þú skalt elska…” Það er einnig hið mesta boðorð Nýja testamentisins.. …Guð, og aðra menn eins og sjálfan þig. Þessi yndislega bók, Biblían, gengur út frá því að fólk elski sjálft sig fyrst og síðast. Stóra viðfangsefni þess sé að geta elska fleira en sjálft sig. Í því felist vöxtur og framför.

Lesa áfram„Gullin regla“

Ó, sancta simplicitas!

Það eru fjórar bækur á náttborðinu mínu. Í skjóli heimspekinnar, eftir Pál Skúlason. Stolið frá höfundi stafrófsins, Davíð Oddsson, Lífið framundan, Romain Gary, Náðargáfa Gabríels, Hanif Kureishi, Handan góðs og ills, Friedrich Nietzsche. Gríp í þær undir svefn. Festist sjaldnast við efni þeirra nema hjá Nietzsche. Það er slíkan unað að hafa.

Lesa áfram„Ó, sancta simplicitas!“

Raunir handboltamanns

Það er kannske ekki sanngjarnt að blanda sér í umræðu um handbolta á þessum dögum þegar meistararnir keppa. Samt er það svo að við þessir frumstæðu, setjumst fyrir framan imbann að loknum starfsdegi og fylgjumst með þvi þegar landinn tekur þátt í handboltakappleik.

Lesa áfram„Raunir handboltamanns“

Sár þörf fyrir lækni

Hef velt því fyrir mér öðru hverju, í gegnum árin, hvers vegna Prédikarinn höfðaði svo sterkt til mín, af öllum bókum. Og varð fljótlega eins og hlið eða dyr inn á nýjar lendur huga og hugsunar. Lengi vel átti ég erfitt með að skilgreina hvað það var sem leyndist í textanum og hafði þessi áhrif á mig. En með árunum hefur þetta smámsaman orðið ljósara. Nú sýnist mér að sorgin í hjarta höfundarins hafi hljómað í líkum moll og mín. Sorg yfir fánýti, vonbrigðum og hégóma.

Lesa áfram„Sár þörf fyrir lækni“

Eftirsókn eftir vindi

Vangavelta um þessi orð kemur til hugar þegar lesið er upphafið að Prédikaranum í Biblíunni. Bók sem af mörgum er talin heiðin og full af bölsýni og líkt við orðræðu heimspekings þar sem íhugunarefnið er hversu lífið er stutt, mótsagnakennt og fánýtt. Niðurstaða höfundanna er, eftir að hafa rannsakað og kynnt sér „…allt það, er gjörist undir himninum… …og sjá; Allt var hégómi og eftirsókn eftir vindi.”

Lesa áfram„Eftirsókn eftir vindi“

Er Guð dauður?

Það varð uppi fótur og fit um árið þegar Nietzsche, hinn misvel þokkaði heimspekingur, staðhæfði að Guð væri dauður. Fyrst þegar þessi staðhæfing barst mér til eyrna, það var löngu áður en trúarsvæði sálar minnar virkjuðust, glotti ég kaldhæðnislega og þótti þessi rauðvínsmaður djarfur og ögrandi.

Lesa áfram„Er Guð dauður?“

Höfuðverkur og ekkert magnyl

Þegar við bróðir minn, blessuð sé minning hans, vorum litlir drengir, þá eignuðumst við myndavél. Þetta var kassamyndavél, 6 x 20, með tveimur stillingum. Sól og skýjað. Við tókum ekki margar myndir því við urðum að kaupa filmurnar sjálfir og borga framköllun. Vorum auðvitað alltaf blankir eins og sönnum smástrákum á Holtinu sæmdi.

Lesa áfram„Höfuðverkur og ekkert magnyl“