Dauðar sálir

Þekkir þú Tsjitsjikov? Á nú varla von á því. En ég hef verið að endurlesa sumar af elskulegustu bókunum mínum frá fyrra lífi. Það er dálítið eins og að upplifa sokkabandsárin sín að nýju. Þá var oft svo stórkostlegt að vera til. Auðvitað verður blossinn aldrei eins skarpur á efri árunum, en sumt af dulúðinni vekur sömu viðbrögð. Þegar fregnir bárust af því á haustdögum að fjármagnseigendur og aðrir unnendur peninga, vildu gjarnan kaupa stærstu bújarðir landsins og bæta þeim í eignasafn sitt, þá ákvað ég að lesa bók Gogols, Dauðar sálir, einu sinni enn.

Lesa áfram„Dauðar sálir“

Þú skalt elska

Í bók eftir Sartre sem ég las fyrir tugum ára, hún heitir sennilega „Teningunum kastað“ í íslenskri þýðingu, minnir mig að þemað hafi verið nokkurn veginn þannig að þeir sem elska komist af. Stríðsmaður leitaði óvina í húsi, herbergi eftir herbergi, vopnaður og reiðubúinn að fella sérhvern mann. Í einu herberginu ákváðu karl og kona að elskast á ógnvekjandi stund endalokanna. Þegar stríðsmaðurinn geystist um húsið og kom að herbergi þeirra og leit inn og sá hvað um var að vera, gekk hann framhjá.

Lesa áfram„Þú skalt elska“

Frelsi

Það eru ennþá áramót í huga mínum. Nýja árið er eins og flugbraut framundan. Í huganum. Þessir fyrstu dagar eru eins og biðtími eftir leyfi til flugtaks. Á biðtímanum les maður og heyrir fregnir af fólki og atburðum. Saknaði meðlíðunar í orðum forseta Íslands með fátæku fólki, eldri borgurum, yngri borgurum og vanbúnum borgurum. Heyrðist að samúð hans næði fremur til milljarðamæringanna. Ætli hann sé orðinn einn af þeim?

Lesa áfram„Frelsi“

Um áramót

Bestu óskir um gleðilegt ár eru færðar öllum þeim sem heimsækja þessa heimasíðu. Þá er og við hæfi að þakka fyrir liðið ár. Vona að það hafi verið flestum fremur ljúflegt og að þetta nýja ár verði það einnig. Vissulega er það þannig að fólk reynir að gera sér glaðan dag yfir jól og áramót. Ekki tekst þó öllum að ýta hugarangri og kvíða frá döprum hjörtum sínum. Þannig er nú lífið einu sinni. Gildir það bæði um hreysi og höll.

Lesa áfram„Um áramót“

Schroeder og Lucy

Ein teiknimyndasagan af Smáfólki, sýnir Schroeder með hljómplötu með fjórðu sinfóníu Brahms. „Hvað ætlar þú að gera við þetta?” spurði Lucy. „Hlusta á það,” svaraði Schroeder. „Áttu við að þú ætlir að dansa eða syngja eða dilla þér eftir því?” spurði Lucy. „Nei, ég ætla bara að hlusta,” sagði Schroeder. „Heimskulegasta sem ég hef heyrt,” sagði Lucy.

Lesa áfram„Schroeder og Lucy“

Um verðmæti

Stundum heyrast litlar snotrar frásögur sem grípa hlustendur samstundis. Er það gjarnan af því að þær búa yfir dulinni speki sem fær fólk til að staldra við. Eina slíka rak á fjörurnan nýverið og hefur hún minnt á sig aftur og aftur. Kjarni sögunnar á vel við á þessu litla elskulega landi okkar, Íslandi, þar sem verðmætamat hefur bæklast og margir misst sjónar á því sem eitt sinn var kallað góð gildi.

Lesa áfram„Um verðmæti“

Gömul saga og ný

Forn frásaga greinir frá dreng nokkrum og afa hans sem teymdu asna niður eftir aðalgötu þorpsins. Ýmsir hlógu að þeim fyrir að vera svo heimskir að sitja ekki á asnanum. Svo að afinn ákvað að fara á bak og reið asnanum þangað til að einhver gagnrýndi hann fyrir að láta drenginn ganga. Þá setti afinn drenginn upp á asnann þangað til einhver…

Lesa áfram„Gömul saga og ný“

Vitsmunir og viska

Stundum heyrist af mönnum sem búa yfir meiri visku en almennt gerist. Orðið viska hefur þó, eins og flest önnur orð, fleiri en eina merkingu og fer það gjarnan eftir málsvæði eða fagi eða einhverjum ramma sem orðin eru notuð innan. Við lestur trúarbóka, speki og eða viskurita, fá þessi orð um visku og speki gjarnan aðra merkingu en þau hafa í daglegu tali.

Lesa áfram„Vitsmunir og viska“