Þú gerir ekki háar kröfur

Þetta var skömmu eftir hádegi í gær. Ég hafði áætlað tíma til að heimsækja frænda frú Ástu á Dvalarheimilið. Hann sat frammá og glímdi við krossgátu. Ég settist á rúmið við hið hans. Við ræddum eitt og annað. Hann var glaður í bragði og rifjaði upp sitt hvað frá fyrri dögum. Skellihló að sumum atvikum. Svo kom herbergisfélagi hans inn.

Lesa áfram„Þú gerir ekki háar kröfur“

Vorilmur á páskadag

Konurnar komu að gröfinni. Hún var tóm. Þetta var á þriðja degi. Sá fyrsti var föstudagur, aðfangadagur hvíldardags. Annar dagur var laugardagur. Hann var hvíldardagur. Þá hélt fólk kyrru fyrir. Þriðji dagur var sunnudagur. Fyrsti dagur nýrrar viku. Konurnar komu að gröfinni eldsnemma. Gröfin var tóm.

Lesa áfram„Vorilmur á páskadag“

Dagar mikillar alvöru

Framundan eru heilagir dagar. Mismunandi er hvað fólk veit um trúarlegt innihald þeirra. Það er miður. Ég minnist spurningaþáttar sem Pétur Pétursson þulur hafði í útvarpi fyrir margt löngu. Þátturinn var sendur út um páska. Pétur spurði fólk hvort það vissi um þýðingu bænadagana, skírdags, föstudagsins langa og síðan páskadags. Flestir götuðu.

Lesa áfram„Dagar mikillar alvöru“

Plurimarum palmarum homo

Við mættum í Árbæjarkirkju klukkan liðlega tíu í gærmorgun. Hún var þéttsetin. Fermingarguðsþjónusta fór í hönd. Um fjörutíu börn voru mætt til að staðfesta ákvörðun sína um að gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Börnin voru falleg, vel klædd og vel greidd.

Lesa áfram„Plurimarum palmarum homo“

Er bókvitið í öskunum?

Slagorðið „Bókvitið í askana“ gekk lengi vel á landinu. Og þjóðin státar af háu menntunarstigi. Það er auðvitað og að sjálfsögðu eitt hið allra besta mál og stórkostlegt. En samt sýnist okkur, hinum minna menntuðu, á síðustu dögum, að eitthvað vanti á að bókvitið sé í öskunum okkar.

Lesa áfram„Er bókvitið í öskunum?“

Tími og tilviljun

„Enn sá ég undir sólinni, að hinir fljótu ráða ekki yfir hlaupinu, né kapparnir yfir stríðinu, né heldur spekingarnir yfir brauðinu, né hinir hyggnu yfir auðnum, né vitsmunamennirnir yfir vinsældunum, því að tími og tilviljun mætir þeim öllum.

Lesa áfram„Tími og tilviljun“