Þrjú epli og capuccino

Við fórum í Kringluna eftir vinnu í gær. Þar var ekki að sjá að kreppa væri í landinu. Fjöldi fólks streymdi milli verslana glaðvært og hresst og keypti og keypti. Safnaði pinklum og pokum kampakátt eins og sigurvegarar. Við keyptum þrjú epli í Hagkaupum og splæstum í capuccino. Það eru tvö ár síðan síðast.

Lesa áfram„Þrjú epli og capuccino“

Í dag – og græna myndin

Í dag fer ég til baka í huganum. Fyrst um átta ár. Þá gengum við Ásta í æskuspor okkar sjálfra. Í ágústbyrjun. Gróðurinn á hátindi blómans. Það var mikið regn. Vatnið sat í haugum á gróðrinum. Slóð kom eftir fætur okkar. Í einni bóka Halldórs Laxness segir að grasið væri svo grænt að sýndist vera blátt. Þetta var þannig dagur.

Lesa áfram„Í dag – og græna myndin“

30. mars 1949 – svæðið eins og vígvöllur

Þegar við strákarnir á Grímsstaðaholtinu komum niður á Austurvöll var búið að kasta táragasi. Hvítliðar komnir fram með kylfur og mannfjöldinn tekinn að hlaupa í ýmsar áttir. Við komum hlaupandi um sundið sem lá frá Vonarstræti, framhjá hjá Listamannaskálanum og Baðhúsi Reykjavíkur yfir á Kirkjustræti. Það heyrðist mikill hávaði.

Lesa áfram„30. mars 1949 – svæðið eins og vígvöllur“

Hagalagðar

Afi minn hét Steinn. Hann var Þórðarson. Afi bjó á Kirkjulæk. Þegar ég var lítill drengur var ég stundum í sveit hjá afa og ömmu. Amma hét Sigurbjörg. Afi kallaði hana alltaf Siggu. Yfir sauðburðinn fékk ég stundum að fara með afa til kinda. Hann var með staf og náði nýfæddu lömbunum með því að krækja fyrir hálsinn á þeim. Svo markaði hann þau.

Lesa áfram„Hagalagðar“

Konur sem baka brauð

Hún hefur lætt sér upp úr dýpri vitundarhólfunum undanfarnar vikur minningin um brauðið hennar Önnu á Gilsbakka. Þegar ég segi Önnu á Gilsbakka, þá á ég við Önnu Brynjólfsdóttur sem var húsfreyja þar þegar ég kom þangað sumarstrákur fyrir afar mörgum árum. Og eins og gjarnan gerist með hækkuðum aldri hjá fólki þá sækja ýmsar eldri minningar á.

Lesa áfram„Konur sem baka brauð“

Tvær myndir og franskur hattur

Það er mikill vandi að eiga margar ljósmyndir. Og það er ekki sársaukalaust að glíma við að safna þeim í tölvu. Hluti af þessum vanda er ör þróun í ljósmyndun, framköllun, geymsluaðferðum og svo frv. Hef stundum tekið mig á og reynt að skanna inn í tölvuna gamlar myndir. Þar hafa þær lent í óskipulögðum möppum, hundruðum saman, hingað og þangað. Hélt í morgun að ég væri í góðu standi til að taka svolítið til.

Lesa áfram„Tvær myndir og franskur hattur“

Flett upp í farangrinum

Í fyrsta lagi útbjó ég grænmetissalat. Reif niður salatblöð og iceberg, skar í sundur blá vínber og hálfa appelsínu í litla bita. Hrærði milda dressingu til að setja út á. Þvínæst var það humarsúpan hennar Ástu, en Ásta andvarpar alltaf þegar þessi súpa er á boðstólum og því veruleg ánægja að bjóða hana. Heimabakað naanbrauð og smjörklípa með.

Lesa áfram„Flett upp í farangrinum“

Hraustir menn

Vinnuhópurinn samanstóð af verkamönnum, járnsmiðum og rafvirkjum. Við höfðum tekið stóru steypustöðina í Búrfelli niður og flutt hana upp í Vatnsfell. Þetta var átakavinna sem krafðist duglegra samstilltra manna. Að þessu komu einnig stór bílkrani frá Landsvirkjun og trailerar frá verktakanum. Það var tignarleg sjón að sjá þá aka í röð með þessi ferlíki á vögnunum, steypustöðina í hlutum og sílóin. Líkast geimskutluflutningum.

Lesa áfram„Hraustir menn“

Gras

Kornungur, – kannski sjö eða átta ára, austur í Kirkjulæk í Fljótshlíð þar sem afi minn Steinn var bóndi og amma Sigurbjörg, – tók ég eftir því að þegar ég gekk í fótspor afa míns, sem var stór og sterkur maður með yfirskegg og var í vesti og í vestinu var úrið hans með keðju og ég gat ekki tekið eins stór skref og hann, að hvort sem við vorum að fara upp á Rima eða austur á Bakka, og ég elti hann, …

Lesa áfram„Gras“