Davíð Stefánsson

Afskaplega feiminn kom ég inn í bókabúð, svona venjulegur unglingur liðlega fermdur, og keypti mér ljóðabók eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Ég hef alltaf nefnt nafnið hans með lotningu og fundist Fagriskógur vera hluti af því. Á heimili foreldra minna, sem var sárafátækt verkamannaheimili, var lítið um bækur og varla nokkra ljóðabók að finna. Það varð því nokkurt uppþot þegar ég kom með bókina og fólk spurði hvort ég ætlaði að verða skáld.

Lesa áfram„Davíð Stefánsson“

Batavegur þrjú

Í bókinni Málsvörn og minningar segir höfundur á bls. 30, og er þá að tala um Ljóðaljóðin:„Nei, þetta er kynósa ástarkvæði og kemur guði og Ísrael lítið við, nema hvað sköpunin öll er auðvitað af guðlegum toga og ástir karls og konu eitt af undrum hennar:“ Það var þarna sem ég stansaði við og lagði frá mér bókina í bili. Las síðan setninguna aftur og aftur og enn einu sinni. Fann í hjarta mínu stíga gleði yfir því að eiga bækur og persónulega trúarreynslu sem sjá Ljóðaljóðin í allt öðru ljósi.

Lesa áfram„Batavegur þrjú“

Þú skalt ekki karlmann skrúbba

Ég kom að henni þar sem hún skrúbbaði Móse hátt og lágt. Upp úr sápulegi. Fyrir jólin. Hann var neikvæður að sjá og strangur á svip. Enda sýnist svo þegar lesið er eftir hann, að allt líkamlegt atlæti sé honum á móti skapi. „Þú skalt ekki þetta og þú skalt alls ekki hitt,“ eru orðin sem tengjast nafninu hans. Allt of margir hafa tekið þau upp og velt sér upp úr þeim og barið aðra með þeim. Ég naut þess að sjá Ástu skrúbba karlinn sem kom engum vörnum við. Fannst þó eins og hljómaði frá honum: „Þú skalt ekki karlmann skrúbba, að neðanverðu.“

Lesa áfram„Þú skalt ekki karlmann skrúbba“

Hið óendanlega

Það voru samt greinar um Derrida, látinn, sem áttu hug minn í gær. Lesbók Moggans gerði honum ágæt skil um helgina þar sem ekki færri en átta greinar, eða pistlar, eru birtir um hann. Nú er það ekki svo að ég hafi mikið vit á Derrida. Ekki fremur en öðrum frægum mönnum sem kenndir eru við heimsspeki. Get og þess vegna tekið undir með blaðamanninum sem vitnaði um för sína á fyrirlestur hjá meistaranum og kvaðst hafa skilið minnst af því sem hann sagði.

Lesa áfram„Hið óendanlega“

Brynhildur Piaf

Edith Gassion. Spörfuglinn í París. Við fórum í Þjóðleikhúsið og sáum þessa rómuðu sýningu. Hún er, án þess að nokkuð sé ýkt, stórkostleg skemmtun. Að minnsta kosti fyrir þá sem eru á líkum aldri og við. Þá sem ólust upp við söng þessa smáfugls og fregnir af sorg hennar og sigrum. Tregarödd, tregatónlist og tregatextar. Og Brynhildur. Þvílík frammistaða. Þvílík snilld.

Lesa áfram„Brynhildur Piaf“

Hugleikin orð

HUGLEIKIN ORÐ
[17/08/04 — 13:19]
Fuglamál. Hver skilur það? Skáldin? Og maður spyr, hver er skáld? Já, og ef lengra er haldið, þá, hver er ekki skáld? Stundum virðist manni að skáldatitill sé settur á menn án þess að þeir séu nokkur skáld. Það er svo margt undarlegt í þessum mannheimi okkar. Svo finnast einnig menn sem eru skáld án þess að nokkur taki eftir því. Hvað skyldi ráða úrslitum um það hver er skáld og hver er ekki skáld?

Lesa áfram„Hugleikin orð“

Vonbrigði

Stundum ná áhrif af miklum auglýsingum og upphrópunum markaðarins til manns. Hetjur markaðssetningarinnar hrópa þá svo hátt að það yfirgnæfir annað sem á döfinni er. Þegar um bækur er að ræða fellur einfaldur neytandi stöku sinnum fyrir skruminu. Ekki síst þegar markaðssetningin kallar til liðs við sig fagfólk til að skrifa undir átakið. Þegar ég segi fagfólk á ég við einstaklinga sem hafa háskólagráðu í skilningi og greiningu á bókum og bókmenntum.

Lesa áfram„Vonbrigði“

Segðu mér Sókrates

Það linnir aldrei aðdáun minni á gáfuðu fólki. Svo að ég nú tali ekki um ef það er einnig vel menntað. En bæði þessi hugtök, „gáfað” og „menntað”, eru þó að sjálfsögðu afstæð. Og þótt ég hafi einhverja skoðun á því hvað sé að vera gáfaður eða og menntaður, þá má ég alveg eins reikna með því að skoðun mín sé óáreiðanleg og byggð á sandi. Því ég er hvorki gáfaður né menntaður. Það er þess vegna ekki svo auðvelt að treysta eigin skoðunum

Lesa áfram„Segðu mér Sókrates“

Lokaprófið

Hún heitir Þuríður Guðmundsdóttir. Er frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Hún yrkir ljóð. Í ljóðum hennar er tónn. Í tóninum dulúð. Dulúð. Langt að komin. Maður þagnar við. Hlustar. Skynjar. Grunar. Finnur fyrir honum. Kannast við hann. Tekur ofan. Lýtur. Minnist.

Lesa áfram„Lokaprófið“

Af skáldaþingi

Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður
Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður

Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður
Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður

Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður
Ég er heiðarlegur maður

Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður
Ég er heiðarlegur maður

Lesa áfram„Af skáldaþingi“