Ljós í mannheimum

Klukkan var rétt farin að halla í sjö, svo sem eins og þrjár mínútur, í morgun þegar sængin við hliðina á mér í rúminu sagði: „Viltu kaffi?“ Litlu síðar sátum við við Horngluggann og sötruðum drykkinn, sjóðheitan. Útsýnið við gluggann var töfrandi.

Lesa áfram„Ljós í mannheimum“

Trúarbrögð og sósur

Þegar kunningjar mínir, frændur, makar frænkna minna og allskyns vinir, urðu sjötugir, þá yfirleitt veittist ég að þeim stríðinn og hrekkjóttur og sagði að nú væru þeir orðnir löglegar kerlingar. Yfirleitt tóku þeir þessu án svipbreytinga. Aldrei glaðlega. Svona lét ég við þá enda stríðni í ættinni. Afi minn, Steinn Þórðarson, var meinstríðinn og hló svo yndislega smitandi hlátri þegar honum tókst best upp í stríðninni.

Lesa áfram„Trúarbrögð og sósur“

Í námi á Borgarspítalanum

Það er langt um liðið núna. Liðlega tuttugu ár. Lá þá á E-6 í viku eða tvær. Nokkuð hress síðustu dagana og orðinn þokkalega kunnugur frábæru starfsfólki. Reyndi ég að setja mig svolítið inn í störf þess. Hægust voru heimatökin að spjalla við konurnar sem mældu blóðþrýstinginn oft á dag sem og þær sem tóku blóð reglulega. Spurði ég þær einn morguninn hvort þær væru ekki til í að kenna mér að mæla blóðþrýsting.

Lesa áfram„Í námi á Borgarspítalanum“

Hvað ef þú svæfir?

Hvað ef þú svæfir? Hvað ef þú svæfir og þig dreymdi.
Og hvað ef þú í draumnum færir til himna og læsir þar fagurt blóm? Og hvað ef blómið væri enn í lófa þér þegar þú vaknaðir?

Samuel T. Coleridge

Einn – út í bláinn

Þetta er ágætt orðatiltæki. Út í bláinn. Um það segir m.a.í orðatiltækjabókinni Merg málsins; …út í bláinn,…tala út í bláinn,…skrifa út í bláinn,…fara út í bláinn = að halda í óvissa stefnu.“ Það var einmitt það sem ég gerði í gær. Hélt í óvissa stefnu. Einn míns liðs.

Lesa áfram„Einn – út í bláinn“

Með hrút í klofinu

Það var réttað í Þverárrétt í gær. Allstórt safn var í nátthaganum, tólf til fimmtán þúsund fjár. Rætt var um að eitthvað hlyti að hafa orðið eftir á heiðinni, þar sem mikil þoka og slæmt skyggni hafði lagst yfir leitarsvæðin. Þá var og mættur fjöldi fólks að vanda, bændur og bændafólk til að heimta sitt fé og fjöldinn allur af öðru fólki og mikið af börnum. Þrjár skólarútur höfðu mætt við Varmalandsskóla, tómar. Einn eða tveir komu í réttirnar til að sýna nýju jeppana sína.

Lesa áfram„Með hrút í klofinu“

Réttardagur 2006

Bý mig undir að fara í réttir í fyrramálið, snemma. Nánar tiltekið í Þverárrétt í Mýrarsýslu. Fer og horfi á bændafólkið draga fé sitt og rifja upp hvernig þetta var fyrir tæpum fimmtíu árum. Hvað segi ég? Fimmtíu árum. Er það virkilega svona langt. Eins og mér finnst það stutt. Nú hittir maður ekki fólkið sem var þar þá. Og Ási á Högnastöðum féll frá í vikunni sem leið.

Lesa áfram„Réttardagur 2006“

Nútími

Sviðið er í nýju úthverfi Reykjavíkur. Það er komið að miðnætti. Hjónin eru háttuð og búin að slökkva ljósið. Unglingurinn á heimilinu opnar dyrnar og hvíslar: „Mamma, það er skólaferðalag á morgun. Mig vantar nesti og pening.“

Lesa áfram„Nútími“

Ótti og afkoma

„Vér erum dauðskelkaðir við að eiga lítið í sjóði. Vér fyrirlítum hvern sem tekur einfalda lifnaðarhætti og innri rósemi fram yfir auðæfi. Vér höfum glatað öllum skilningi á því hvernig menn gátu forðum daga hafið fátækt af hugsjónaástæðum til skýjanna, frelsi undan oki auðæfanna, óháðan hug og karlmannlegt æðruleysi.

Lesa áfram„Ótti og afkoma“

September In The Rain

Líkur sjálfum sér, september. Suðvestan allhvass og hvass, gengur á með rigningu. Við vorum í sveitinni og fylgdumst með bændafólkinu handan við ána. Fyrir klukkan sjö lagði það á hesta sína og hélt af stað til fjalla. Til að smala. Skömmu síðar ókum við Ásta og sóttum þrjátíu hríslur, birki og reyni. Höfðum keypt þær á miðju sumri. Hugðumst gróðursetja í september. September hefur reynst okkur vel.

Lesa áfram„September In The Rain“