Frambjóðendur, hamist nú

Því meira sem þið tjáið ykkur, í blöðum, í útvarpi og sjónvarpi, á bloggsíðum og hreinlega allsstaðar þar sem þið komið því við, endilega tjáið ykkur sem mest þið megið. Þannig tekst okkur almenningi að sjá inn í ykkur og reyna að skilja hvaða mann þið hafið að geyma, hvaða mál sem okkur varða hvíla á hjörtum ykkar og hvort þið í raun hafið eitthvert erindi á þing.

Lesa áfram„Frambjóðendur, hamist nú“

Að lofta út á Mogganum

Pistill í Mogganum í morgun ber heitið „Loftið út, Þorgerður K. og Illugi!“ Það er hægt að taka undir margt af því sem þar er sagt um að nýir leiðtogar þurfi að gefa strax réttan tón. Reikna má með að allir kjósendur séu sammála um það og viðhorf almennings telji sjálfsagt, á þessum tímum, að stjórnmálamenn hætti að telja sig hafna svo hátt yfir kjósendur sína að þeir séu ekki svaraverðir.

Lesa áfram„Að lofta út á Mogganum“

Daginn eftir prófkosningar

Nú er að koma mynd á framboðslista stjórnmálaflokkanna. Þá er komið að kjósendum að vega og meta málefnin og fólkið og reyna að finna út hvort eitthvað af þeim er nægilega eftirsóknarvert til að toga kjósendur á kjörstað. Ekki verður sagt að endurnýjun á framboðslistunum hafi orðið eins mikil og vænst var.

Lesa áfram„Daginn eftir prófkosningar“

Alþýðuflokkur í stað Samfylkingar

Ég gerið það að tillögu minni að nafn Samfylkingarinnar verði lagt niður og Alþýðuflokksnafnið tekið upp í staðinn, á næsta landsfundi Samfylkingarinnar. Það væri vel við hæfi nú þegar kosinn verður nýr formaður. Einnig eru líkur á veðrabrigðum í landspólitíkinni og vel við hæfi að tefla fram stjórnmálaflokki sem einkennir sig með gömlu gildunum.

Lesa áfram„Alþýðuflokkur í stað Samfylkingar“

Skrípaleikur á Alþingi

Það eru orð að sönnu sem Staksteinar dagsins segja um framkomu stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Það kemur í ljós að sjálfstæðismenn hafa, eftir alltof langan tíma í stjórn, verið farnir að trúa því að þeir ættu Alþingi. Þeir haga sér eins og ráðríkir strákar sem fara í fýlu þegar þeir mega ekki ráða öllu.

Lesa áfram„Skrípaleikur á Alþingi“

Nýjan öflugan leiðtoga, nema Jóhanna slái til

Það er gott fyrir pólitíkina að Ingibjörg stígur til hliðar, hvort sem það eru veikindi hennar eða sterkur stjórnmálalegur mótbyr sem valda því. Vafalaust hafa báðir þættir nokkurt vægi þar um. En upp er komin ný staða hjá Samfylkingunni. Miðað við fyrri yfirlýsingar Jóns Baldvins þá mun hann draga framboð sitt til formanns til baka núna þegar Sólrún hverfur af vettvangi. En hvað tekur við?

Lesa áfram„Nýjan öflugan leiðtoga, nema Jóhanna slái til“

Jónas stýrimaður í Manitsok og koss á þúsundkall

Það þóttu tíðindi um haustið þegar íslenskt varðskip kom í höfnina. Það hafði leitað vars í snarvitlausu veðri. Við fórum um borð nokkrir Íslendingar til að heilsa upp á landa okkar. Á vakt í brúnni var Jónas stýrimaður eins og hann var kallaður lengst af. Þetta var í Manitsok á Grænlandi. Það var stormhvinur í loftinu og snjór yfir öllu.

Lesa áfram„Jónas stýrimaður í Manitsok og koss á þúsundkall“