Veturinn er á síðasta snúningi samkvæmt almanaki. Harðasti vetur í manna minnum. Þjóðhagslega. Og ekki nema von að himininn gráti þessa dagana með sauðsvörtum almúga. Samkvæmt þessu sama almanaki hefst sumar á miðnætti. Ekki er útlit fyrir að það verði gott sumar, þjóðhagslega. Vísitala væntinga þeirra sauðsvörtu er í algeru lágmarki.
Þú gerir ekki háar kröfur
Þetta var skömmu eftir hádegi í gær. Ég hafði áætlað tíma til að heimsækja frænda frú Ástu á Dvalarheimilið. Hann sat frammá og glímdi við krossgátu. Ég settist á rúmið við hið hans. Við ræddum eitt og annað. Hann var glaður í bragði og rifjaði upp sitt hvað frá fyrri dögum. Skellihló að sumum atvikum. Svo kom herbergisfélagi hans inn.
Skemmtilegur leikur
Kosningakompás Morgunblaðsins er skemmtilegur leikur. Ég tók þátt i morgun. Niðurstöðurnar komu mér talsvert á óvart. Þú ættir að prófa til að kynnast sjálfum þér betur. Leikinn má finna hér.
Bandaskórnir, myndavélin og kyrrðin
Þetta er fyrsti dagurinn sem vorið kom upp í gegnum iljarnar. Hefur þú fundið það? Þess vegna dustaði ég rykið af bandaskónum mínum og fór niður í Sundahöfn. Ætlaði að tala við æðarfuglinn. Hann lét ekki truflast. Alltaf jafn heimspekilega sinnaður.
Það er ekki nóg að brýna raustina
Um miðjan dag í gær var sendur út í sjónvarpi fyrirspurnartími frá Alþingi. Í gærkvöldi svo útsending frá Nasa, borgarafundur þar sem fulltrúar flokkanna í Reykjavík norður sat fyrir svörum. Ég fylgdist með báðum þessum útsendingum.
Guðfríður Lilja – allt upp á borð
Hún leiðir lista VG í Kraganum. Hefur þótt flottasta ljósið og líklegust til að safna atkvæðum. Málflutningur hennar hefur verið athyglisverður og meiningar hennar ákveðnar. Verst hef ég átt með að hlusta á hana grátklökka harma grjótmela og eyðisanda sem hurfu undir vatn við virkjanaframkvæmdir.
Er ríkisstjórnin að blekkja mig?
Nú er harla skammur tími til kosninga. Tólf dagar. Aðeins. Ekki er auðvelt fyrir fákænan að ákveða hverja hann á að kjósa. Nýliðarnir og þeir sem reka áróður fyrir þá eru ekki allir þeirrar gerðar að þeir fylki fólki að baki þeim.
Vinir mínir – sýning Páls frá Húsafelli
Við fórum á þessa fínu sýningu Páls frá Húsafelli. Það var um miðjan dag í dag. Sýningin heitir, Vinir mínir. Hún er hálfrar aldar afmælissýning. Páll er fæddur 1959. Það var ágætt ár hvað afurðir frjósemisgyðjunnar 1958 varðar. Margur prýðispiltur kom undir það ár. Og stúlkur.
Leiðtogafundur í sjónvarpi
Með galopinn huga settist ég fyrir framan sjóvarpið eftir fréttir í gærkvöldi til að hlusta á formennina. Þau sátu þarna í röð, Þór, Sigmundur, Bjarni, Guðjón, Steingrímur, Jóhanna og Ástþór. Þáttarstjórnendur voru fréttakonan snjalla, Jóhanna og með henni Sigmar.
Nú fæla þeir fólkið enn lengra frá flokknum
Sjálfstæðismenn fæla fólk frá flokknum þessa dagana. Af miklu afli. Framkoma þeirra í sölum Alþingis þessi dægrin hefur sérlega neikvæð áhrif á marga sem fylgjast með. Ekki bjóst ég við að þessi svokallaða „nýja kynslóð“ í flokknum myndi kynna sig með orðhengilshætti og sirkustilburðum eins og nú er gert.