Um miðjan dag í gær var sendur út í sjónvarpi fyrirspurnartími frá Alþingi. Í gærkvöldi svo útsending frá Nasa, borgarafundur þar sem fulltrúar flokkanna í Reykjavík norður sat fyrir svörum. Ég fylgdist með báðum þessum útsendingum.
Guðfríður Lilja – allt upp á borð
Hún leiðir lista VG í Kraganum. Hefur þótt flottasta ljósið og líklegust til að safna atkvæðum. Málflutningur hennar hefur verið athyglisverður og meiningar hennar ákveðnar. Verst hef ég átt með að hlusta á hana grátklökka harma grjótmela og eyðisanda sem hurfu undir vatn við virkjanaframkvæmdir.
Er ríkisstjórnin að blekkja mig?
Nú er harla skammur tími til kosninga. Tólf dagar. Aðeins. Ekki er auðvelt fyrir fákænan að ákveða hverja hann á að kjósa. Nýliðarnir og þeir sem reka áróður fyrir þá eru ekki allir þeirrar gerðar að þeir fylki fólki að baki þeim.
Vorilmur á páskadag
Konurnar komu að gröfinni. Hún var tóm. Þetta var á þriðja degi. Sá fyrsti var föstudagur, aðfangadagur hvíldardags. Annar dagur var laugardagur. Hann var hvíldardagur. Þá hélt fólk kyrru fyrir. Þriðji dagur var sunnudagur. Fyrsti dagur nýrrar viku. Konurnar komu að gröfinni eldsnemma. Gröfin var tóm.
Vinir mínir – sýning Páls frá Húsafelli
Við fórum á þessa fínu sýningu Páls frá Húsafelli. Það var um miðjan dag í dag. Sýningin heitir, Vinir mínir. Hún er hálfrar aldar afmælissýning. Páll er fæddur 1959. Það var ágætt ár hvað afurðir frjósemisgyðjunnar 1958 varðar. Margur prýðispiltur kom undir það ár. Og stúlkur.
Dagar mikillar alvöru
Framundan eru heilagir dagar. Mismunandi er hvað fólk veit um trúarlegt innihald þeirra. Það er miður. Ég minnist spurningaþáttar sem Pétur Pétursson þulur hafði í útvarpi fyrir margt löngu. Þátturinn var sendur út um páska. Pétur spurði fólk hvort það vissi um þýðingu bænadagana, skírdags, föstudagsins langa og síðan páskadags. Flestir götuðu.
Plurimarum palmarum homo
Við mættum í Árbæjarkirkju klukkan liðlega tíu í gærmorgun. Hún var þéttsetin. Fermingarguðsþjónusta fór í hönd. Um fjörutíu börn voru mætt til að staðfesta ákvörðun sína um að gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Börnin voru falleg, vel klædd og vel greidd.
Leiðtogafundur í sjónvarpi
Með galopinn huga settist ég fyrir framan sjóvarpið eftir fréttir í gærkvöldi til að hlusta á formennina. Þau sátu þarna í röð, Þór, Sigmundur, Bjarni, Guðjón, Steingrímur, Jóhanna og Ástþór. Þáttarstjórnendur voru fréttakonan snjalla, Jóhanna og með henni Sigmar.
Í dag – og græna myndin
Í dag fer ég til baka í huganum. Fyrst um átta ár. Þá gengum við Ásta í æskuspor okkar sjálfra. Í ágústbyrjun. Gróðurinn á hátindi blómans. Það var mikið regn. Vatnið sat í haugum á gróðrinum. Slóð kom eftir fætur okkar. Í einni bóka Halldórs Laxness segir að grasið væri svo grænt að sýndist vera blátt. Þetta var þannig dagur.
Nú fæla þeir fólkið enn lengra frá flokknum
Sjálfstæðismenn fæla fólk frá flokknum þessa dagana. Af miklu afli. Framkoma þeirra í sölum Alþingis þessi dægrin hefur sérlega neikvæð áhrif á marga sem fylgjast með. Ekki bjóst ég við að þessi svokallaða „nýja kynslóð“ í flokknum myndi kynna sig með orðhengilshætti og sirkustilburðum eins og nú er gert.