Ég segi það satt

Á þessum vindasömum dögum
dögunum sem vindarnir stjórna
og snúast og snúast
og engin veit hvaðan
koma né fara
kaupa húsmæður sér þurrkara
svo að tau haldist hvítt.

Á þessum vindasömum dögum
dögunum sem vindarnir stjórna
og blása og blása
í vindhörpur þingmanna
sem engin veit
hvað eru að fara
setja borgarar upp heyrnarskjól
til að verja sitt vit.

Það er á þessum vindasömu dögum
dögunum sem vindarnir stjórna.
Ég segi það satt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.