Dagur bókarinnar 2007

Það er ekki auðvelt að ákveða úr hvaða bók orð skyldu tekin til þess að minnast dagsins. Við skiljum að bækur innihalda safn orða, að orð eru mótun hugsana, að hugsanir eru afurðir mismunandi huga. Bók er þá geymslu- eða safnstaður fyrir hugsanir sem hafa verið mótaðar með orðum.

Sú langlífa setning „Í upphafi var orðið…“ kemur upp í hugann sem og öll sú þrætubók sem um hana hefur verið stunduð. En hún heldur velli þrátt fyrir allar atlögur að henni gerðar. Þannig eru sumar hugsanir, sum orð og þar af leiðandi sumar bækur, innihald þeirra lifir af tímans tönn löngu eftir að hismið úr samtíð þeirra er gleymt.

Kýs að velja ljóðið Móðurhjartað, eftir franska skáldið Jean Richepin, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar:

Móðurhjartað

Einu sinni
var sveinn er unni
mey, sem ei ást
á móti kunni.

– „Og elskir þú mig,
úr móður þinni
færir þú hjartað
hundtík minni! -“

Hann bjó sinni móður
bráðan dauða
og hljóp með kvikandi
hjartað rauða.

Og með það í lófa,
á leið til baka,
datt hann, og hjartað
hraut á klaka.

Og er við hliðina
á honum lá það,
hann hlustaði á það
með grátstaf hvísla
yfir götuhjarnið:
„Æ, varstu að meiða þig,
veslings barnið.“

2 svör við “Dagur bókarinnar 2007”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.