Dagur þjáningar – dagur sorgar

Litlatré á föstudaginn langa. Tókum daginn snemma.
Klukkan sex var norðaustan 4 m/s, hiti – 5° C.
Klukkan sjö lásum við saman Jóhannes 18 og 19.
Skiptumst á að lesa upphátt.

KL. 08:00. Drógum fána í hálfa stöng.
Hlýddum á STABAT MATER eftir Hydn í útvarpi, í flutningi kórs Langholtskirkju.

Kl. 10:00. Settum geisladisk á fóninn og hlýddum á STABAT MATER eftir Rossini og lásum textann með. Maður lygnir augum og klökknar við þessa undurfögru tóna og stingandi orð. Spurning þjáningarinnar þrýstir sér fram í huga manns: „Viltu gráta með mér?“

Textinn er eftir Jacopone da Todi. ( ca. 1230 – 1306). Jacopone hinn óða. Hann var ítalskur lögfræðingur sem gerðist munkur í reglu heilags Franciscusar. Sjá hér

Stabat mater dolorosa
Juxta crucem lacrymosa,
Dum pendebat filius.

Kl. 11:30. Lékum geisladisk með STABAT MATER eftir Dvorák í flutningi tékknesks fílharmóníukórs og hljómsveitar.

Christi Mutter stand mit Schmerzen
Bei dem Kreuz und weint´von Herzen,
Als ihr lieber Sohn da hing.

Hið glæsilega tónverk Dvoráks er á tveim geisladiskum. Það gengur langt fram yfir hádegi.

Debout, la Mère douloureuse
Serrait la Croix, la malheureuse,
Où son pauvre enfant pendait.

Atburðirnir á Golgata fara gegnum hugann. Textinn fjallar um skerandi sársauka móður Jesú, Maríu, sem stendur álengdar þegar sonur hennar er krossfestur. Hún fær ekkert að gert honum til hjálpar.

At the cross her station keeping,
Stood the mournful Mother, weeping,
Close to Jesus at the last.

og síðar í ljóðinu segir:

In the Passion of my maker
Be my sinful soul partaker,
May I bear with her my part.

Dagurinn er helgaður þjáningu og sorg. Þau eru hluti af lífi allra manna. Hollt er að hugleiða það. Sem og erindi krossins við mannanna mein.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.