Kvöldgestir

Eftir að hafa hlustað á viðtalsþáttinn Kvöldgesti, síðustu tvö föstudagskvöld, þar sem viðmælandi stjórnandans var Georg Viðar Björnsson, sótti að mér leiði og hryggð yfir heildarsvip þáttarins og þeim atriðum sem mest áhersla var lögð á af hálfu stjórnandans. Þættirnir urðu tveir, þar sem svo mörgu var af að taka í frásögn Georgs, eða samtals eitthundrað og tuttugu mínútur.

Lesa áfram„Kvöldgestir“