…og horaða rjúpu étur.

Samveran hlaut nafnið vísnakvöld. Það var í september 2004. Þá leigðu þau sér sumarhús yfir helgi, uppi í Borgarfirði, Kristinn og Harpa, Brynjólfur og Ráðhildur og Gunnbjörg. Sumarhús þetta er skammt þar frá sem hirðingjakofi Ástu og Óla, Litlatré, stendur, og er steinsnar frá bökkum Hvítár. Fyrra kvöldið var setið hjá Ástu og Óla í mat og drykk af þægilegum brögðum og allskyns málefni rædd, bæði í gamni og alvöru og þó heldur meira af alvöru. Enda sumir gestanna langskólagengnir, einn með doktorsgráðu og annar hérum bil og sá þriðji litlu minna.

Lesa áfram„…og horaða rjúpu étur.“