Tími til að breyta

Það var svo sérlega elskulegt andrúmsloftið við Horngluggann í morgun. Fyrst þessi þægilega tilfinning að vakna endurnærður og finna hvergi til, tipla þvínæst fram í eldhús og hella á LavAzza, örlítið sterkara en hversdagslega. Ganga síðan að Hornglugganum og horfa út í nágrennið hvar engin hreyfing sást. Hlusta og á lágstillta samræðu í útvarpi um kortagerð Landmælinga Íslands.

Lesa áfram„Tími til að breyta“