Tvíraddað stef 2

Það eru fleiri víddir í tilverunni en sú sem ég nefndi í fyrri pistli um dvölina í Litlatré. Og sannast þar hið fornkveðna að þótt menn geti ekki valið sér bræður eða systur eða foreldra, né gen til að byggja persónuleika sinn, þá geta menn -og Guði sé lof fyrir það,- valið sér vini. Þess vegna bauð ég þessum þrem að lúra á náttborðinu hjá mér, Walt Whitman, Friedrich W. Nietzsche og Bernhard Schlink.

Lesa áfram„Tvíraddað stef 2“

Tvíraddað stef I

Menn sungu um Tondeleyó og dálitla kofann hans fyrir tæpum sextíu árum á bökkum Norðurár í Borgarfirði. Nánar tiltekið á flóðunum frá Svarfhóli og niður að Flóðatanga. Og lagið fór um allt landið og miðin, og stúlkur og drengir í heyskap horfðu með aðdáun á unglingana sem höfðu lært bæði lag og texta og sungu, sum hver dúett. Og maður gat greint dularfullt blik í augum þeirra þegar þau mættust. Og velti rót þess fyrir sér.

Lesa áfram„Tvíraddað stef I“