Guði sé lof fyrir Kárahnjúka

Fyrra tilvikið var á rakarastofunni einn morguninn í vikunni. Ég fletti Herópinu, sem þar lá frammi, á meðan ég beið. Rakarinn var afar natinn og innilegur við manninn í stólnum. Hann ræddi um velmegun Íslendinga, lækkanir á eignaskatti, fjármagnsskatti og tekjuskatti. „Dásamlegir tímar,“ sagði hann og viðskiptavinurinn sagði „já,“ og „já“ og enn einu sinni „já.“ „Það er mikil Guðsblessun hvað þjóðin okkar hefur það gott,“ sagði rakarinn, „finnst þér það ekki?“

Lesa áfram„Guði sé lof fyrir Kárahnjúka“