Fór í fiskbúðina í gærmorgun. Vildi vera snemma í því. Lyktin kom á móti mér út í bíl. Hún lofaði góðu. Fleiri voru að koma að. Karlar á efri árunum. Sumir svo haltir að þeir komust varla frá bílunum sínum. Einn svo slæmur að hann gekk út á hlið. Svo voru aðrir eldhressir og geystust yfir bílaplanið. Þarna voru líka konur. Ein í pels. Dálítið þóttaleg. Inni í búðinni var þröng.