Bar 185

Eitt af því fyrsta sem við gerðum var að fara í hljómdiskaverslun. Fundum eina risavaxna. Hittum þar fyrir ungan afgreiðslumann sem fór strax í tölvu að leita þegar ég söng fyrir hann hluta úr „We Three“, laginu sem sagt var frá í síðasta pistli. Hann bauð okkur síðan að fylgja sér um eina hæð niður. Þar voru hundrað rekkar með þúsundum titla og hann fann strax tvo diska með vinum mínum síðan fyrir 53 árum. We Three er á báðum diskunum. Blekblettirnir heitir, hét, kvartettinn. The Ink Spots. Þetta var í Buchananstræti.

Lesa áfram„Bar 185“