Það rifjast stundum upp fyrir mér atvik sem átti sér stað í Þríbúðum á tímum okkar Ástu þar. Ung hjón komu í sunnudagssamkomu. En á þeim árum voru ætíð tvær almennar samkomur í viku. Á fimmtudagskvöldum og á sunnudögum klukkan fjögur. Samkomur þessar voru að jafnaði vel sóttar. Ungu hjónin sátu aftarlega og eftir samkomuna fengu þau sér kaffisopa ásamt öðrum samkomugestum.
Eldri borgarar
Þau komu inn eftir löngum ganginum í Læknasetrinu. Erfitt að giska á aldur þeirra. Þó sennilega ekki yngri en sjötíu og fimm til áttatíu ára. Karlinn gekk hraðar. Hann var svolítið skakkur við stefnuna sem hann gekk í. Konan kom um tíu metrum á eftir. Göngulag hennar minnti á verki í augnkörlum. Hún hallaði dálítið fram. Var klædd í græna, þunna, hálfsíða kápu. Karlinn tók stól sem var við hliðina á mér og færði hann fjær um eina stólbreidd. Og settist.