Stundum ná áhrif af miklum auglýsingum og upphrópunum markaðarins til manns. Hetjur markaðssetningarinnar hrópa þá svo hátt að það yfirgnæfir annað sem á döfinni er. Þegar um bækur er að ræða fellur einfaldur neytandi stöku sinnum fyrir skruminu. Ekki síst þegar markaðssetningin kallar til liðs við sig fagfólk til að skrifa undir átakið. Þegar ég segi fagfólk á ég við einstaklinga sem hafa háskólagráðu í skilningi og greiningu á bókum og bókmenntum.