Göngur og réttir

Þau heimsóttu okkur í Litlatré, síðastliðið laugardagskvöld, hjónin á Sámstöðum í Hvítársíðu. Sitt hvað bar á góma. Meðal annars göngur og réttir. Tími þeirra fer nú í hönd. Nesmelsrétt er þeirra heimarétt. Hún er um það bil 25 ára, byggð úr timbri. Er í landi Haukagils. Þangað smala bændurnir heimahagana og Síðufjallið. Þá losna þeir við að reka féð niður í Þverárrétt í Þverárhlíð og heim aftur. Góð ráðstöfun. Í Nesmelsrétt verður réttað 3. september.

Lesa áfram„Göngur og réttir“