Í tilefni dagsins

Í tilefni dagsins fékk ég mér göngu um miðbæ Reykjavíkur. Hóf ferðina um tíuleytið. Árdegis. Veðrið var blítt. Umvafði sál og huga. Vék mér að útlendum hjónum á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs. Þau grúfðu sig yfir kort af Reykjavík. „Are you lost?” spurði ég. Þau tóku mér vel. Börnin þeirra, unglingar, fylgdust með. Þau ætluðu í Ráðhúsið. Sjálfur fór ég í hraðbanka Spron.

Lesa áfram„Í tilefni dagsins“

Einskonar bros

Það er sagt að gamlir karlar dvelji gjarnan í minningum fyrri ára lífs síns. Þessi svokölluðu manndómsár. Og að brúnin á þeim lyftist nokkuð þegar þeir fá færi á að endurlifa eitthvað af þeim ævintýrum. Eitt slíkt gafst síðastliðinn mánudag. Þá var réttað í Þverárrétt í Borgarfirði. Réttardagur var gjarnan hátíðisdagur fyrr á dögum. Þá komu saman þúsundir fjár af fjalli og hundruð manna úr byggð. Stemningin sérstök og ekki annarstaðar að finna. Glaðværð og tilhlökkun í ungum sem öldnum.

Lesa áfram„Einskonar bros“

Há?

Það er þannig með rakarann minn, (getur maður sagt minn? ). Nei. Ég byrja aftur. Það er þannig með rakarann sem klippir mig þessi árin, – ég segi þessi árin því að mér hefur ekki haldist vel á rökörum. Sumir sögðu að ég væri með erfiðari viðskiptavinum og hættu í iðninni. Kona, rakari, sem mér líkaði svo ágætlega við af því að hún klippti mig þegjandi, hætti að klippa eftir tæpt ár og gekk í hjálparsveitir erlendis. Einn bilaði á geði og varð óvinnufær. Annar hætti og ákvað að láta eiginkonu sína vinna fyrir sér.

Lesa áfram„Há?“

Brynhildur Piaf

Edith Gassion. Spörfuglinn í París. Við fórum í Þjóðleikhúsið og sáum þessa rómuðu sýningu. Hún er, án þess að nokkuð sé ýkt, stórkostleg skemmtun. Að minnsta kosti fyrir þá sem eru á líkum aldri og við. Þá sem ólust upp við söng þessa smáfugls og fregnir af sorg hennar og sigrum. Tregarödd, tregatónlist og tregatextar. Og Brynhildur. Þvílík frammistaða. Þvílík snilld.

Lesa áfram„Brynhildur Piaf“

Hvítur hestur

Á Grímsstaðaholtinu í gamla daga bjó að stærstum hluta venjulegt fólk. Þegar ég segi gamla daga þá á ég við árin fyrir miðja síðustu öld. Með orðinu venjulegt fólk á ég við óbreyttar manneskjur, alþýðufólk sem vann við venjuleg störf og barðist í bökkum við að komast af. Við Þrastargötuna, en á Holtinu báru svo til allar götur fuglanöfn, bjuggu í einu húsinu hjón sem nutu sérstakrar virðingar foreldra minna, en það voru þau Helga þvottakona og Sigurður maður hennar, sem var smiður. Muni ég það rétt.

Lesa áfram„Hvítur hestur“

Stórlaxar

Við sátum í kirkjunni, sautján saman, fólk úr Samhjálp og hlustuðum á útlendan mann búsettan á Íslandi prédika. Það gætti kvíða í huga mínum því að oft voru ræður manna þarna ekki með það markmið að hugga eða hughreysta beygt og brotið fólk. Miklu fremur virtust þær fullar af sjálfshóli, sjálfsaðdáun og jafnvel vanþóknun á þeim sem brákaðir ganga um í lífinu.

Lesa áfram„Stórlaxar“

Annir bændanna

Sumar hinnar mestu veðurblíðu er nú senn á enda. Veðurblíðu sem virtist koma öllum á óvart. Veðurvitar hafa spáð regni og aftur regni á tímum götótts Ósonlags og hækkandi hitastigs. En svo allt í einu, þvert ofaní orð vitringanna, kemur þetta yndislega sumar, heitt, bjart og mannelskandi. Og þjóðin hér á norðurhjaranum, á mörkum hins byggilega heims, eins og sagt er, hefur að mestu verið ber að ofan. Viku eftir viku. Guði sé lof fyrir veðurblíðuna.

Lesa áfram„Annir bændanna“