Einskonar bros

Það er sagt að gamlir karlar dvelji gjarnan í minningum fyrri ára lífs síns. Þessi svokölluðu manndómsár. Og að brúnin á þeim lyftist nokkuð þegar þeir fá færi á að endurlifa eitthvað af þeim ævintýrum. Eitt slíkt gafst síðastliðinn mánudag. Þá var réttað í Þverárrétt í Borgarfirði. Réttardagur var gjarnan hátíðisdagur fyrr á dögum. Þá komu saman þúsundir fjár af fjalli og hundruð manna úr byggð. Stemningin sérstök og ekki annarstaðar að finna. Glaðværð og tilhlökkun í ungum sem öldnum.

Lesa áfram„Einskonar bros“