Brynhildur Piaf

Edith Gassion. Spörfuglinn í París. Við fórum í Þjóðleikhúsið og sáum þessa rómuðu sýningu. Hún er, án þess að nokkuð sé ýkt, stórkostleg skemmtun. Að minnsta kosti fyrir þá sem eru á líkum aldri og við. Þá sem ólust upp við söng þessa smáfugls og fregnir af sorg hennar og sigrum. Tregarödd, tregatónlist og tregatextar. Og Brynhildur. Þvílík frammistaða. Þvílík snilld.

Lesa áfram„Brynhildur Piaf“