Á einum af þessum dýrmætu dögum sumarblíðunnar, um litla skatts leyti, kvað allt í einu við hvinur í lofti og einskonar hvæs. Við vorum niðursokkin í annir, smíðar og blómaaðhlynningu. Tveir mófuglar flugu með feikna hraða að gluggum hússins og börðu vængjum ólmir til að reyna að komast í gegn. Í kjölfarið kom smyrill, grimmur og gráðugur, með klærnar steyttar til að hremma þá smáu.