Í nokkurra daga stöðu grasekkils í liðinni viku kom vel í ljós hvað bækur hafa mikið gildi. Já, bækur og lestur þeirra. Fyrsta morguninn þegar ég hafði notið þess að stripplast í íbúðinni og þreifa á einverunni og borða morgunmat fáklæddur, settist ég hjá bókunum mínum og tók að tala við þær.
Á Menningarnótt
„Hvílíka raust hóf ég til þín, Guð minn, er ég las sálma Davíðs, trúarljóðin, söngvana guðlegu, sem hvergi rúma drembinn anda!
Heimspeki verkamanns
Á síðustu dögum hef ég verið í félagsskap fjölmargra heimspekinga. Og siðfræðinga og guðfræðinga. Á bókum. Lesið um afrakstur lífs þeirra og menntunar. Auðvitað er þekking mín á þeim yfirborðsleg og í molum.
Hver er ég – og ef svo er, hve margir?
Hinn óviðjafnanlegi snillingur, Oscar Wilde, skildi eftir sig fjölda málshátta eða snjallyrða, hvað sem við kjósum að kalla það. Margt má um Oscar þennan segja og ekki síst um meðferð samtíðarmanna hans á honum og afleiðingar þess. En það er önnur saga.
Minning: Þóra Gunnarsdóttir, Kirkjulækjarkoti.
Mat fólks á verðmætum lífsins breytist með aldrinum. Hismið, rykið sem samtíðin þyrlar upp hættir að fanga og kjarni í hæverskum einfaldleika sínum stígur hljóðlátur fram. Í huganum rifjast upp myndir af köllurum hrópa erindi sín en innhald þeirra horfið í móðu.
Í húsi föður míns: Hjónabandslög og fátækt fólk
Það fór ekki framhjá þjóðinni að þjónar í húsi Guðs komu saman til að ræða málefni hússins. Mest bar á umræðum um ný hjónabandslög. Tillögu um þau var vísað til biskups og kenningarnefndar með 56 atkvæðum gegn 53. Það virðist samt styttast í að nýju lögin verði samþykkt.