Hróp listamannsins

„Þegar ég hugsa til ykkar, fyllist hjarta mitt dalaliljum.“ Með þessum orðum í bréfi söngvarans mikla, Achille Papin, til systranna Martínu og Philippu, hefst innkoma madame Babette Hersant í hina framúrskarandi skáldsögu Karenar Blixen, Gestaboð Babette.

Lesa áfram„Hróp listamannsins“

Afleggjarinn og glíman við fordóma

Glími alltaf við þessa fordóma gagnvart skáldsögum íslenskra rithöfunda. Les þær helst ekki nema ef vinir láta falla orð um þær sem hitta mig. Og þá helst óbeinar athugasemdir. Sérlega finnst mér lærdómsríkt að heyra umsagnir Ástu um bækur. Þykist þekkja orðalag hennar svo vel að ég geti „lesið“ á milli línanna í tali hennar um bækur. En Ásta er mikill lestrarhestur.

Lesa áfram„Afleggjarinn og glíman við fordóma“

Hnyttyrði

There are three rules for writing the novel.
Unfortunately, no one knows what they are.

W. Somerset Maugham

Fils de pasteur á Boulevard Montparnasse

Ekki kemst ég hjá því að bæta nokkrum orðum við fyrri skoðun mína á bók Sigurðar Pálssonar, Minnisbók. Tók ég þannig til orða að mér fyndist texti hennar gisinn, en mildur og mjúkur. Þá var ég kominn aftur í miðja bók op hugðist hvíla mig um sinn á svipaðan hátt og Sigurður gerði þegar hann las eina blaðsíðu í bók á fljótabátunum og lagði hana síðan frá sér. Frjáls og óháður. Og lærði þannig að meta Thor Vilhjálmsson, meðal annarra.

Lesa áfram„Fils de pasteur á Boulevard Montparnasse“

Um aðgát í skrifum

Betri helmingurinn átti afmæli síðastliðinn mánudag. Hún fékk ótal SMS skeyti og símtöl frá fjölskyldu og vinum og aðdáendum. Þá fékk hún miðlungs dekurmáltíð hjá bónda sínum þegar hún kom heim úr vinnu. Andrúmsloftið var hlýtt og vinsamlegt. Og auðvitað bækur.

Lesa áfram„Um aðgát í skrifum“

Með harðsperrur í heilanum

Ekki færri en þrjátíu og fimm stórmenni íslenskra bókmennta hafa tekið völdin í lestrarástunduninni síðustu dægrin. Hjá mér og Beinagrindinni. Eru nöfn sumra þeirra svo svakalega stór í huga manns að það er með talsverðu hiki að maður leggur í lesa greinar þeirra, staddur einn í húsi með beinagrind sem hefur hingað til ekki tileinkað sér bókmenntir að neinu viti.

Lesa áfram„Með harðsperrur í heilanum“