Hríslan og lækurinn

Í morgun árla, við Horngluggann, eins og flesta aðra morgna, sátum við og ræddum málin yfir kaffinu okkar og hlýddum á veðurstofuna lesa veðuryfirlitið. Staðarlýsing hvers svæðis endaði oftast með orðinu rigning. Við létum eftir okkur að fagna regninu og samglöddumst litlu skógarplöntunum sem við höfum verið að pota ofan í móa og mel í vor. Vori sem einkenndist af þurrki og kulda.

Lesa áfram„Hríslan og lækurinn“

Þrír sigrar í mígandi rigningu

Ásta fór með mig niður á Reykjavíkurhöfn. Hún hafði gefið Marinu loforð um að fylgjast með kappróðrinum. Til skýringar skal tekið fram að Marina er tengdadóttir okkar. Loforðið var gefið í gær. Þá rigndi ekki neitt. Og við ókum af stað um tvö leytið. Það rigndi mikið. Og bætti í regnið. Ég er ekki frá því að Ásta hafi sagt Jesús minn. Svo þegar við komum undan Kópavogsbrúnni lagði hún til að við snérum við.

Lesa áfram„Þrír sigrar í mígandi rigningu“

Dýrlegur matarilmur í húsinu

Indverskar kokkabuxur. Það er auðvitað ekki sama í hvaða buxum menn eru þegar þeir ákveða að slá til og elda sérlega máltíð fyrir vini sína. En eins og fólk veit þá eru ýmis málefni tengd buxum í íslensku máli. Má þar nefna t.d. það að „vera á biðilsbuxunum“ eða þá að „vera ekki á þeim buxunum“, „að vera með hjartað í buxunum“, „spila rassinn úr buxunum“ og einnig að „vera á báðum buxunum.“

Lesa áfram„Dýrlegur matarilmur í húsinu“

Í fjötrum

Fyrst er fólk innritað í afgreiðslu frammi við dyr. Þar er biðröð. Síðan er því sagt að setjast í biðstofu sem er við hlið afgreiðslunnar. Það verði kallað upp. Flestir viðstaddra eru eldri borgarar. Sumir eru í fylgd barna sinna, fólks á miðjum aldri. Ein kona er í hjólastól. Hún virðist smávaxin, klædd kuldaúlpu og með skringilega húfu á höfðinu. Hún er samankipruð og beygir andlitið niður í kjöltuna. Andlit sem bendir til þess að hún sé í fjötrum Down´s heilkennis.

Lesa áfram„Í fjötrum“

Hvað sástu?

Alla daga. Margar vikur. Kalt vor. Norðaustan fimm til tíu eða átta til þrettán. Og frost á nóttum. Kom í hús eftir skoðunarferð um nágrennið. Fór snemma. Læddist, svo að betri hlutinn gæti lúrt lengur. Var spurður við heimkomu: „Vissi ekki að þú fórst. Hvað sástu?“

Lesa áfram„Hvað sástu?“

Er vitað hverjir stjórna landinu?

Mikill lúðrablástur og hávaði hefur dunið á þjóðinni undanfarnar vikur um hrun efnahagslífsins á Íslandi. Allskyns fólk í allskyns stofnunum, fólk sem skreytir sig með margföldum háskólagráðum í sértækri þekkingu á hagfræði og þróun peningamála, hefur tjáð sig um að hræðileg endalok góðæris séu að hvolfast yfir þjóðina og því kominn tími fyrir almúgafólk að biðja fyrir sér og afkomu sinni.

Lesa áfram„Er vitað hverjir stjórna landinu?“

Kastljós – hrós

Það verður að segjast að lærdómsríkt var að fylgjast með viðtali í Kastljósinu á Rúv í gærkvöldi. Í þættinum ræddi Kristján Kristjánsson við Gest Jónsson, lögmann og verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hrósið fær Kristján Kristjánsson fyrir einurð og ákveðni ásamt því að koma vel undirbúinn í viðtalið.

Lesa áfram„Kastljós – hrós“

Kröpp hægri beygja eða Laufið á sálinni II

Við tókum sunnudaginn snemma. Um hálfsjöleytið fór ég út á pall til að vígja morguninn. Tók þá eftir stráum og hálmi á mottunni utan við dyrnar. Hvað er nú þetta, hugsaði ég, minnugur þess að Ásta lætur aldrei korn eða kusk sjást nein staðar á umráðasvæði sínu, og ég stansaði við. Beið eftir því að heilinn kæmi með tillögu um átæðu. Einmitt. Við höfðum fest rekaviðarskúlptúr ofan við útidyrnar og Þrastaparinu litist vel á staðinn til að fjölga í stofninum.

Lesa áfram„Kröpp hægri beygja eða Laufið á sálinni II“

Kröpp hægri beygja eða Laufið á sálinni

Föstudagurinn fimmti var ósköp venjulegur framan af. Við áttum stefnumót eftir vinnu. Hún sótti mig heim. Við ætluðum saman í Bónus í Smáranum. Ég settist inn í bílinn hjá henni. Hún ók af stað. Eftir fimmtán metra tók hún krappa hægri beygju og ók inn í bílskýlið. Ég greip í handfang á hurðinni. „Við förum í sveitina,“ sagði Ásta.

Lesa áfram„Kröpp hægri beygja eða Laufið á sálinni“

Vikusálin mín II

Vikusálin hóf samtalið. Spurði mennina hvað þeir störfuðu. Byggingavinnu. Hvað þeir gerðu á vinnustað. Mótauppslátt og járnabindingar. Þá hýrnaði yfir vikusálinni. Hún hafði unnið við járnabindingar fyrir hálfri öld eða svo. „Þá var verið að skipta úr rúnnjárni yfir í kambstál og tentor. Fengum sama verð fyrir kílóið og greitt var fyrir rúnnjárnið. Græddum heilmikið. Það var svo miklu meiri þyngd í kambstálinu. Og beinar stangir í súlum og mottum.“

Lesa áfram„Vikusálin mín II“