The Reader: Hvað hefðir þú gert?

Ferðir okkar Ástu í bíó eru ekki tíðar. Gjarnan líða eitt til tvö ár á milli bíóferða. Síðast fórum við og sáum Brúðgumann í febrúar 2008. Það var fyrir Kreppu. Í gær sóttum við í okkur veðrið og ókum vestur í Háskólabíó til að sjá The Reader, en við lásum bókina Lesarinn, Der Vorleser, eftir Bernhard Schlink, í frábærri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar í febrúar 2005 og urðum bæði mjög hrifin af henni. Sjá hér.

Lesa áfram„The Reader: Hvað hefðir þú gert?“

Útlitið versnaði um helgina

Í fyrsta lagi urðu að engu vonir um að Framsóknarflokkurinn ætlaði að blása nýjum vindum í stjórnmálin. Þegar stjórnmálaflokkar ákveða að hafa ekki prófkjör þá hefur mér alltaf sýnst að á bak við þær ákvarðanir séu myrkraöflin. Þeir sem telja sig eiga flokkana. Þeir krefjist þess að stillt sé upp á listana svo þeir ráði mannvalinu. Það er böl.

Lesa áfram„Útlitið versnaði um helgina“

Haninn og prikið

Maður horfir álengdar. Hlustar álengdar. Og undrast aftur og aftur. Ástandið liggur yfir eins og dimmur skýjabakki. Venjulegt fólk áttar sig ekki til fulls á því hversu slæmt það mun verða. Framkoma og hegðun stjórnmálamanna er með ólíkindum. Fæstir haga sér eins og þjóðinni sé vandi á höndum. Gamall hani reigði sig á priki í gær.

Lesa áfram„Haninn og prikið“