Það er auðvitað réttlætismál að þeir sem hafa betri kjör um þessar mundir leggi meira af mörkum í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar til að standa undir þeim gjöldum sem steypast yfir þessi misserin. Í gegnum tíðina var þetta þannig og talað um breiðu bökin. Dugnaðarþjarka og hörkutól.
Hreinsað til – eftirlaunalögin afnumin
Gott að taka svona mál fyrir þegar stutt er til kosninga. Prófkjör hafa vafalaust haft mikil áhrif á atkvæðin. Engin viljað verða ber að því að vera á móti, svona rétt fyrir prófkjör. 34 með engin á móti. Þetta er hið allra besta mál. Það hefði samt verið ánægjulegra ef 54 hefðu verið með. Það væri fróðlegt að sjá nöfnin sem kusu með. Ætli þess sé kostur?
Litla Gunna og Stóri Jón
Í Viðskiptablaði Moggans í morgun, nánar tiltekið neðst á öftustu síðu, er Útherjagrein, tveggja dálka og 9 sentímetra, sem ber yfirskriftina „Bilið milli fátækra og ríkra minnkar dag frá degi.“
Flokkurinn fór frá mér
Ýmsir hafa spurt mig, sumir undrandi og aðrir álasandi, hvort ég sé að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn þar sem ég hafi haldið hús í meira en 50 ár. Byggja þeir spurningarnar á pistlum mínum á heimasíðunni undanfarið. Þykir karlmönnum nóg um og einstaka konu líka. Þá hafa einn og einn með háðsku glotti spurt hvort ekki sé allt í lagi í toppstykkinu.
Fallinn down er Bretinn Brown
Sagt var frá því í hádegisfréttum útvarps að skorað væri á Gordon Brown að gangast við ábyrgð á hruni fjármálakerfis Bretlands. Hann hafi þverneitað því. Saklaus eins og dúfa væntanlega, í speglinum heima hjá sér.
Tryggvi Þór og Sigmundur Davíð
Það væri vafalítið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og málum er háttað, að nýr maður yrði kosinn formaður flokksins. Maður sem minni líkur eru á að sé marineraður í anda flokkseigenda. Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að hægt sé að treysta Tryggva Þór þótt ekki blasi við hvernig honum gengi að fást við gamla ráðríkið.
Frambjóðendur og hagsmunatengsl
Í febrúar birti dagblað svör nokkurra frambjóðenda um fjárhagsstöðu þeirra. Eignir, skuldir og hagsmunatengsl. Það sem kom á óvart í þeirri könnun var hvað margir neituðu að svara. Alltaf dettur manni í hug að sá sem ekki vill svara slíkum sjálfsögðum spurningum hafi eitthvað að fela. En hafi frambjóðandi eitthvað að fela þá á ekki að kjósa hann.
Mogginn, Pressan og öll hin
Í gamla daga var þetta þannig að dagblöðin voru að minnsta kosti fimm, þ.e. Morgunblaðið, Tíminn, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og Vísir. Fjögur þeirra voru blöð stjórnmálaskoðana og flokka. Þetta var ekki svo slæmt. Maður las þau öll og viðaði úr þeim kjarnann í pólitíkinni og reyndi að mynda sér skoðanir eftir mætti.
Að skipa í stöðu eða setja
Lög eru huglægt fag. Menn skilja þau og túlka frá ýmsum sjónarhornum. Þegar lögmenn glíma með lögum kemur þetta berlega í ljós. Það hlýtur að vera flókið að vera dómari og eiga að ákveða hvaða túlkun skuli taka mið af við dómsuppkvaðningu. Óljóst er hvort réttlæti nái oftar fram en ranglæti, enda má lengi spyrja: Hvað er réttlæti?
Jólastjarnan lifir enn
Það var snemma í nóvember sem ég keypti tvær jólastjörnur í Húsasmiðjunni og færði Ástu. Hún hefur alla tíð unnað blómum og skreytt heimili okkar með þeim. Það sem fékk mig til að kaupa stjörnurnar svona löngu fyrir jól var samtal við fullorðna konu sem einnig var að svipast um í búiðinni.