Skattur á andlát

Loksins þegar Guðlaugur heilbrigðisráðherra kemur í ljós eftir margar vikur til hlés kemur hann fram með tillögur um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu um allt Ísland. Galvaskur eins og útrásarvíkingarnir voru fyrir fimm mánuðum, tætir hann gamalt fólk á milli stofnana, hækkar komugjöld á sjúkrahús og breytir gjaldskrám til hins verra fyrir alla sem veikburða eru.

Lesa áfram„Skattur á andlát“

Ásta Tóta hefur söngnám

Einu sinni var hún svo smá og falleg og afi hennar var gjörsamlega heillaður af henni. Hún heitir fullu nafni Ásta Jónsdóttir eins og amma hennar. Fékk strax í æsku viðurnefnið Tóta þegar afi hennar rifjaði upp ljóð Tómasar Guðmundssonar, „Í nótt kom vorið “ þar sem segir meðal annars:

Lesa áfram„Ásta Tóta hefur söngnám“

Enn er fólki slátrað

Aftur og aftur hefur verið fullyrt af óskhyggjumönnum að með aukinni siðvæðingu þjóða, þekkingu og framþróun, muni styrjöldum þar sem óbreyttum borgurum er slátrað, fækka. Hugsun og aðferðir stjórnmálamanna til samninga muni færast á þroskaðra stig og mannslífum ekki verða fórnað í ferli samninga. Þetta hefur ekki ræst.

Lesa áfram„Enn er fólki slátrað“

Rökkurtal og launkofar

Fremur lítil birta hefur tekið á móti fólki við fótaferð síðustu daga. Á það bæði við um dagsbirtuna í umhverfinu sem og efnahagsmálum þjóðarinnar. Þá hefur málflutningur ráðamanna ekki einkennst af birtu, má sannast sagna kalla orðræður þeirra rökkurtal.

Lesa áfram„Rökkurtal og launkofar“

Ópið, á þriðja degi

Þegar líða tók á gærdaginn og lítið rofaði til í hausnum á mér sagði Ásta: „Þú ættir að mæla þig.“ Mér þótti það ekki svaravert. Svartsýnin var kökkþykk. Ákvað að fara út. Anda að mér rakri áramótasúldinni. „Tak hnakk þinn og hest,“ sagði Benediktsson. „Tak sæng þína og gakk,“ sagði Jósefsson. „Tak bíl þinn og ak,“ sagði Ágústsson.

Lesa áfram„Ópið, á þriðja degi“