Rökkurtal og launkofar

Fremur lítil birta hefur tekið á móti fólki við fótaferð síðustu daga. Á það bæði við um dagsbirtuna í umhverfinu sem og efnahagsmálum þjóðarinnar. Þá hefur málflutningur ráðamanna ekki einkennst af birtu, má sannast sagna kalla orðræður þeirra rökkurtal.

Vísindin hafa mælt það að birta eykur á vellíðan fólks. Fólk er hvatt til að hafa næga birtu í híbýlum sínum. Þá er þekkt að margir Íslendingar verða daprir og svartsýnir í skammdeginu. Þeir verst settu leggjast undir sæng í desember.

Rökkur allan sólarhringinn
Rökkur allan sólarhringinn

Ráðamenn þjóðarinnar ættu að sýna þjóðinni þá sanngirni að tala skýrt, tala hreint út og minnka með því vanlíðan þegnanna. Því miður hafa þeir tafsað og talað loðinni tungu um flest atriði sem varða efnahagsmálin og erfiðleikana sem af þeim stafa.

Þegar þannig er talað draga þegnarnir þá ályktun að verið sé að blekkja þá. Kannski er það mergur málsins. Stjórnmálamenn séu vitandi vits að blekkja almenning. Hvernig skyldi orðræða þeirra verða í aðdraganda næstu kosninga. Allt í þoku?

Það verður lærdómsríkt að sjá úrslit næstu kosninga til alþingis.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.