Bestu óskir og góða ferð

Nú hefst ferð inn í nýtt ár. Sumum er það vafalítið kvíðvænlegt. Því miður. Ferðina verður samt að fara hvort sem fólk er ferðbúið eða ekki. Þannig er lífið. Ég sendi þeim lakast búnu hvatningarkveðjur og bið þess að andinn sem yfir öllu svífur styðji og hughreysti.

Öðrum óska ég velfarnaðar og hæfilegrar hamingju. Raunverulegrar hamingju. Þá hugsanlega spyr einhver: Hvaða hamingja er það? Og ég læt eftir mér að segja: Sú sem lífið býður upp á þar sem peningar eru ekki eini mælikvarðinn.

Annars heyrði ég nýlega af fræðimanni sem hélt fjörutíu mínútna fyrirlestur um nauðsyn nægjuseminnar. Og tók sjötíu þúsund krónur fyrir.

2 svör við “Bestu óskir og góða ferð”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.