Daginn hefur lengt. Birtan á milli élja dregur hugann út úr þéttbýlinu á vit þess héraðs sem sterkust á ítök í hjartahólfinu. Þar sem lífið og tilveran lék á strengina eins og fiðlubogi á selló. Í minningunni fegurri en fyrrum. Lúta lögmáli um fjarlægð og bláan lit fjalla.
Valdið er flott föt og skapar manninn
Á meðan þeir höfðu völdin komu þeir fram ábúðarmiklir með breiðan brjóstkassa og töluðu skáhallt niður á við til flestra. Í þinginu talaði hver og einn þeirra eins og sá sem valdið hafði. Valdið er flott föt og skapar manninn. Þingmanninn. Ráðherrann.
Útlitið versnaði um helgina
Í fyrsta lagi urðu að engu vonir um að Framsóknarflokkurinn ætlaði að blása nýjum vindum í stjórnmálin. Þegar stjórnmálaflokkar ákveða að hafa ekki prófkjör þá hefur mér alltaf sýnst að á bak við þær ákvarðanir séu myrkraöflin. Þeir sem telja sig eiga flokkana. Þeir krefjist þess að stillt sé upp á listana svo þeir ráði mannvalinu. Það er böl.
Haninn og prikið
Maður horfir álengdar. Hlustar álengdar. Og undrast aftur og aftur. Ástandið liggur yfir eins og dimmur skýjabakki. Venjulegt fólk áttar sig ekki til fulls á því hversu slæmt það mun verða. Framkoma og hegðun stjórnmálamanna er með ólíkindum. Fæstir haga sér eins og þjóðinni sé vandi á höndum. Gamall hani reigði sig á priki í gær.
Svo ók hún af stað og veifaði
Við vorum hálfnuð með morgunverðinn. Sátum við borðstofuborðið og hún spurði hvernig ég héldi að horfur okkar væru. Á þessum tímum. Það varð nokkur þögn. Hvað getur maður sagt þegar stórt er spurt? Ekki get ég svarað eiginkonu minni, til fimmtíu ára, á sömu nótum og ríkisstjórnir okkar svara þjóðinni. Enda tæpast nógu lyginn til þess.
Merki um nýja tíma?
Á blaðsíðu tvö í Fréttablaðinu í morgun, segir: „Sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi efna til prófkjörs 14. mars til að velja frambjóðendur á lista í kosningunum í apríl.[…]
Orðræðan er í eðli sínu um vald
Orðræðan er í eðli sínu um vald. Hún er ekki um hag fólksins sem þjáist. Tugþúsundir manna. Hún er um vald. Þingmenn og fyrrum ráðherrar koma ábúðarmiklir í pontu Alþingis, draga andann djúpt og leggja sig fram um að gera þá sem nú stjórna ótrúverðuglega. Það eitt virðist skipta þá höfuðmáli. Að gera stjórnina ótrúverðuglega.
Siðferði og stjórnmál
Á þessum óvenjulegu tímum í stjórnmálum, þegar margir stjórnmálamenn hafa misst sinn fasta langtíma valdasess í ríkisstjórn og aðrir sem þráð hafa þau sömu völd um langt árabil, af sjóðheitri ástríðu, komist til valda, fer ekki hjá því að kjósendur verði vitni að mikilli geðshræringu hjá báðum hópunum.
Kommúnistinn og lambhúshettan
Það hefur legið fyrir megnið af ævi minni að ég hef ekki mikið vit á stjórnmálum. Þess vegna hef ég stutt frelsi og framtak einstaklingsins í gegnum tíðina. Fundið feikilega hamingju í því að fá að vinna og vinna mikið. Það þótti mér mikil sérréttindi. Að fá að vinna mikið. Til þess að verkamaður kæmist af varð hann að vinna mikið. Þannig hafa kaupin á eyrinni gerst á Íslandi.
Föstudagar, mér finnst þeir svo langir
Hef í morgun flett í Erlendum ljóðum frá liðnum árum, frábærum þýðingum Helga Hálfdanarsonar sem nýlega er látinn. Datt í hug að nappa tveim vísum eftir Piet Hein sem Helgi þýddi og birta hér í vikulokin. Til gamans.